Örvitinn

TrackWell í fréttum, David Miliband og UK samningur

David Miliband fyrrverandi utanríkisráðherra og umhverfisráðherra Bretlands heimsótti Trackwell í gær. Ég tók fáeinar myndir, m.a. þá sem birtist með fréttinni á mbl. Hér er önnur.

David Miliband

Í morgun birtust fréttir af því að "fiskveiðiyfirvöld í Bretlandi hafa samið við íslenska fyrirtækið TrackWell um kaup og þjónustu á tölvukerfi sem hefur eftirlit með átta þúsund skipum á öllum hafsvæðum í landhelgi Bretlands næstu fimm til sjö ár". Vert að geta þess að heimsókn Miliband til TrackWell tengist þessum samning ekki.

Þetta og ýmislegt annað spennandi í gangi hjá TrackWell.

std::disclaimer { Ég er er atvinnumaður í fótbolta, ljósmyndari og forritari hjá TrackWell }.

dagbók
Athugasemdir

Arnold - 30/09/12 18:57 #

Virkilega fallega lýst mynd. Bara klassi.

Matti - 02/10/12 14:59 #

Takk takk.