Örvitinn

Jónas uppfærður

Ritstjórinn fyrrverandi sem bloggar á jonas.is er loks kominn með "alvöru" bloggsíðu. Síðan lítur ágætlega út og m.a. er einfalt að vísa á stakar færslur. Áður þurfti að grafa upp linkinn á færsluna sjálfa.

Það er galli á gjöf Njarðar að gamlar vísanir virka alls ekki, þær eru nú úreltar.

Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar heimasíður eru uppfærðar.

vefmál
Athugasemdir

Matti - 29/10/12 14:14 #

Tókst mér ekki að Jónasa þetta örlítið?

Kristján Kristinsson - 29/10/12 14:29 #

Næstum því. Jónas er aldrei með greinaskil í sínum færslum.

Þórður Ingvarsson - 29/10/12 15:32 #

Fuss! Of mikið af kommum, of mikið af óþarfa orðum og svo varstu með klisju! Matti uppfærður:

Jónas uppfærður

Ritstjórinn fyrrverandi er loks kominn með "alvöru" bloggsíðu á jonas.is. Síðan lítur ágætlega út. Einfalt að vísa á stakar færslur. Áður þurfti að grafa upp linkinn á færsluna sjálfa. En gamlar vísanir virka ekki. Þær eru nú úreltar. Þetta þarf að hafa í huga þegar heimasíður eru uppfærðar.