Örvitinn

Árið og allt það

Flugeldar

Eyddum áramótum í Garðabæ. Röltum ekki út að brennu í þetta skipti heldur létum nægja að horfa á flugeldasýninguna úr garðinum. Ég er óskaplega lítill sprengjukarl en nágrannar tengdaforeldra minna sprengdu fyrir allan peninginn!

Höfum haft það alveg óskaplega gott yfir hátíðarnar. Vorum heima á aðfangadag ásamt foreldrum mínum og systur. Á jóladag var boð í Garðabæ, annan í jólum fórum við í Ensku húsin og daginn eftir skelltum við okkur í bústað þar sem við vorum fram á sunnudag í dálitlu roki. Ég fór í vinnu á gamlársdag og svo erum við búin að liggja í leti í dag.

Eitthvað höfum við lesið, glápt á og dundað okkur við en það tekur því varla að fara í gegnum það.

Árið hefur verið ágætt, nokkuð strembið hjá mér útaf vinnu og skóla. Síðasta önn var óþarflega þung þar sem ég tók þrjá kúrsa en ekki tvo eins og ég hafði ætlað mér, eitt námskeið var fært af vorönn yfir á haustönn. Þetta gekk samt afskaplega vel. Skólinn heldur áfram í eitt og hálft ár í viðbót með fullri vinnu. Næsta önn verður samt vonandi örlítið léttari, ég er skráður í eitt námskeið og á eftir að finna mér annað. Skelli mér bara í kúrs í guðfræði ef mig vantar ódýrar einingar!

Ég ætla ekki að strengja áramótaheit, a.m.k. ekki opinberlega. Stefni á að gera sitthvað en ekkert sem kemur ykkur við!

Já og mér fannst skaupið alveg skelfilega leiðinlegt. Skál!

Ég

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)