Örvitinn

Sinnuleysið tapar alltaf

Mótmæli

Þeir sem stjórna landinu núna hafa agenda. Þetta virðist kannski eins og hver önnur samsæriskenning en hvað sýnist ykkur vera að gerast á Íslandi í dag?

Við getum verið sinnulaus, reynt að telja okkur trú um að það skipti engu máli hver stjórnar (rangt) eða að við höfum engin áhrif (líka rangt) og allt sé í lagi meðan við höfum það ágætt persónulega* (óskaplega rangt).

Ég er sífellt að verða meiri stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB. Við sem þjóð ráðum ekki við að stjórna hér án frændhygli og spillingar. Við ráðum ekki við lýðræði án þess að kjósa fólk eins og Vigdísi Hauks, Guðna tengdaföður hennar, Gunnar Braga eða Árna þjóf.

Svo gæti maður líka látið sér standa á sama og horft á meðan allt fer fjandans til.

Ég er farinn að mótmæla.

* Ég er t.d. í ágætum málum.

pólitík
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)