Örvitinn

Fuck yeah Iceland

Flaming Lips

Tónleikar The war on drugs og Flaming Lips í Vodafone höllinni á sunnudag voru frábærir.

Ég hef hlustað töluvert á The war on drugs síðustu mánuði og hefði mætt á tónleika þó þeir væru einir. Þeir ollu mér alls ekki vonbrigðum. Flaming Lips er svo stórkostlegt tónleikaband og spiluðu mörg af frægustu lögum sínum.

Við vorum mætt snemma enda stóð á miðanum okkar að húsið opnaði klukkan sjö og tónleikar byrjuðu átta. Tónleikarnir byrjuðu reyndar klukkan níu og Flaming lips spiluðu frá hálf ellefu til hálf eitt. Þar sem við vorum mætt snemma vorum við alveg við sviðið, það skemmdi ekki fyrir.

Markmiðið er að vera duglegri að mæta á tónleika. Næst er það Sun Kil Moon í Fríkirkjunni 28. nóvember. Skemmtileg tenging við The war on drugs þar.

tónlist
Athugasemdir

Matti - 11/11/14 12:07 #

Lagið sem ég vísa á neðs, War on drugs suck my cock, er miklu meira diss á umræðuna og tilhneygingu fólks til að hneykslast heldur en hljómsveitina The war on drugs í sjálfu sér. Eða þannig túlka ég þetta eftir smá lestur á netinu.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)