Örvitinn

Ristað brauð eða hafragrautur

Haframjöl
Haframjöl í grautinn

Gallinn við að fá sér tvær ristaðar brauðsneiðar (Heimilisbrauð frá Myllunni) með Létt og laggott (8gr) og osti (Maribo) (samtals 328 kkal) í morgunmat (rétt fyrir hádegi) í staðin fyrir fulla skál af hafragraut með léttmjólk (samtals 239 kkal) er að ég verð eiginlega ekkert saddur eftir brauðsneiðarnar en grauturinn dugar mér í nokkra klukkutíma.

Ég nota nákvæmlega 60 grömm af haframjöli með klípu af salti og slatta af vatni þegar ég útbý graut fyrir mig einan, 50ml af léttmjólk ofan í skálina. Þetta er stór skammtur, Gyða fær sér helmingi minna. Las um daginn uppskrift af graut þar sem notaðar voru ein til tvær teskeiðar af salti. Það getur varla verið ætt. Sumir setja rúsínur, sykur eða annað út í grautinn, ég hef ekki þörf fyrir slíkt. Finnst hann góður án þess. Í sumarbúðunum í gamla daga settum við guttarnir alltaf helling af sykri í grautinn.

Ég fékk mér ekki aðra brauðsneið, beið smá stund, fékk mér tebolla og gaf líkamanum tækifæri til að fatta að eitthvað væri komið í tankinn.

dagbók matur
Athugasemdir

sigurjón pálsson - 07/02/15 14:16 #

Sæll, Matti. Gaman að þessu. Opna augu og sperri eyrun þegar fjallað er um mat og kaloríur. Sjálfur þykist ég halda að mér; fæ ég mér AB mjólk með hunangi, kanil, músli og avöxtum á eftir lýsi og Ribena-sopa, á morgnanna og dugar það lengi fram eftir degi. Ég veit svo sem ekkert hve margar kaloriur eru í þessu, hef ekki gengist svo mikið upp í aðhaldinu en hef þó lengi ætlað að gera það Hvar finn ég t.d. aðgengilega kaloríutöflu á netinu? Og góð tips um enn betra mataræði?

Matti - 07/02/15 14:22 #

Ég nota myfitnesspal til að halda utan um þetta. Morgunmatur lítur þá svona út hjá mér þegar ég tek líka lýsi og d-vítamín (sem ég geri ekki alla daga).

Ég veit ekki með góð ráð, það virkar bara alveg rosalega vel fyrir mig að fylgjast vel með öllu sem ég læt ofan í mig.

Matti - 07/02/15 15:31 #

Tvennt dettur mér samt í hug, nú þegar ég renndi yfir matardagbókina mína frá því í byrjaði í júlí.

Magnið skiptir öllu máli. Ég fór t.d. úr því að borða 80gr af Just Right morgunkorni niður í 40gr og þar munaði mjög miklu í hitaeiningum. Létt AB mjólk aftur á móti er svo létt að það er allt í lagi að hafa meira af henni.

Hitt er að múslí er yfirleitt mjög hitaeiningaríkt. Ég hef skoðað á umbúðirnar á flestum tegundum og múslí er hitaeiningaríkara en flest morgunkorn!




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)