Örvitinn

Einu bollur dagsins

Voru þessar ítölsku kjötbollur með pestó, parmesan og beikon, um 140kkal stykkið.

Ítalskar kjötbollur

Syndsamlega góðar.

Ítalskar kjötbollur

Hef hingað til alltaf brúnað kjötbollur á pönnu áður en ég klára þær í ofni en það er algjör vitleysa. Setti þær beint í ofninn í kvöld, neðst í ofninn með blástur og grill, sneri bollunum einu sinni. Þær voru þéttar og góðar.

Ég hef aldrei verið mikið fyrir rjómabollur og á því ekki erfitt með að láta þær eiga sig.

ps. Ég átti ekkert við þessa mynd og engu var stillt upp, parmesan-stykkið var 666 grömm áður en ég fékk mér á diskinn yfir bollurnar og spagettíið. Djöfullegt!

matur
Athugasemdir

Bjarni - 16/02/15 22:10 #

Ekki ertu til í að deila þessari uppskrift, lítur mjög vel út.

kv. Bjarni

Matti - 16/02/15 22:26 #

Alveg sjálfsagt, eftir minni þó.

  • 4 hvítlauksrif
  • 1 laukur
  • 1/2 rauður chili
  • 65 gr beikon

Saxaði allt smátt, steikti hvítlauk, chili og lauk í olíu. Þegar laukur var orðinn glær setti ég beikon út í og létt malla í smá tíma.

  • 500 gr nautahakk 8-12%
  • 500 gr grísahakk
  • tvær brauðsneiðar án skorpu
  • örlítil léttmjólk
  • 45gr rifinn parmesan
  • tvö egg
  • 3 teskeiðar pestó
  • salt og pipar

Skar brauðið smátt og vætti með smá mjólk. Setti allt í skál og hrærði vel saman með sleif, laukurinn og beikonið sem ég hafði steikt áður fór líka saman við. Röðin skiptir ekki beint máli en eg enda alltaf á pestóinu og bæti við ef ég er í stuði!

Mótað í frekar litlar kúlur og raðað í ofnskúffu. Smá ólífuolíu hellt yfir. Sett neðst í 180° heitan ofn á blæstri og grilli. Þetta var inni í 30-45 mínútur, ég er ekki viss. Sneri bollunum einu sinni, þegar þær voru orðnar fallega brúnar.

Meðan gerði ég sósuna:

  • Tveir vænir laukur
  • Fjögur hvítlauksrif
  • Hálfur chili
  • Tveir litlir sellerí stönglar
  • Tvær dósir af hökkuðum tómat
  • baslamic edik (dass)
  • salt
  • pipar
  • óreganó
  • fersk basilka, söxuð gróft

Saxaði lauka, chili og sellerí og steikti í ólvíu olíu þar til glært. Setti tómata út í og dass af balsamic, leyfði þessu að sjóða niður við meðal hita í a.m.k. korter. Kryddaði, setti basilikuna út í rétt í lokin.

Bar þetta svo fram eins og sést á mynd.

Bjarni - 19/02/15 14:24 #

Takk - smakka þetta fljótlega :)




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)