Örvitinn

Verndarar tjáningafrelsisins

Þeir sem kvarta hæst undan ritskoðun þegar þeir mega ekki alhæfa um múslima eða setja fram hugmyndir um glórulausar persónunjósnir án þess að fá á sig gagnrýni eru oft sama fólk og reynir að þagga niður í þeim sem gagnrýna kristni og kristna með mun hógværari hætti.

Leiðin til að fækka vandamálum vegna trúarhópa er ekki að hampa einu trúfélagi sérstaklega eins og hér er gert - heldur að gera ekki upp á milli trúfélaga. Eina raunhæfa leiðin til að gera ekki upp á milli trúfélaga er að aðskilja ríki og trú. Veraldlegt samfélag þar sem fólk iðkar þá trú það sem kýs að iðka svo lengi sem það virðir almenn lög og reglur.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 17/02/15 15:09 #

Eins og ég hef áður minnst á hef ég hitt og rætt við tvo trúlausa alþingismenn (einn núverandi) sem styðja ríkiskirkjuna vegna þess að þeir halda að hún sé mótvægi við íslam. Báðir voru fulltrúar Framsóknarflokks á þingi.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)