Örvitinn

Tvennt ólíkt - ríkiskirkjuspuninn

lauf

Spunameistarar tjá og vísa.

Undir það tek ég. Guð er ekki einkamál presta og heldur ekki kirkna.

Guðleysi og vantrú er heldur ekki einkamál trúlausra eða samtaka sem stofnuð hafa verið um slíka afstöðu til trúar. #

Hver er helsti munurinn á ríkiskirkjunni og Vantrú fyrir utan að Vantrú boðar ekki trú eða önnur hindurvitni?

Prestar upplifa sig stundum minnimáttar, að þeir séu alveg eins og hinir sem gagnrýna þá, jafnvel minni. Gleyma því að þeir fá flestir hátt í 700þ á mánuði í laun fyrir að vera prestar auk þess að stofnunin þeirra er fjármögnuð fyrir skattfé. Vantrú fær ekki slíkt fé og vill ekki fá.

Umræðan um "einkamál" og "opinbert rými" hefur aldrei snúist um að prestar eða annað kristið fólk megi ekki tjá sig opinberlega, þar sem það á við. Ég blaðra ekki úti í sal þegar ég er í leikhúsi vegna þess að það er ekki viðeigandi, ég hef aldrei verið með læti og leiðindi í kirkju vegna þess að það er ekki viðeigandi - er þetta "þöggun"? Er ég kúgaður?

Ef prestar og annað kristið fólk sér í alvöru ekki forréttindin sem þau hafa haft - borið saman við aðra - og ef þau sjá ekki átroðning sinn í leik- og grunnskóla landsins, er það sennilega vegna þess að þau vilja ekki sjá. Þau láta stundum eins og kirkjan hafi í alvöru ekki reynt að riðjast inn í skólakerfi landsins með offorsi fyrir áratug. Gera sér upp einhverja hógværð, ljúga því í sífellu að vont fólk vilji ekki kenna um kristni og önnur trúarbrögð í skólum, sé að reyna að "bola trú úr almannarými". Það er ekki "viðeigandi" að stunda kristniboð (eða annað trúboð) í leik- og grunnskólum. Það er siðlaust, rangt, ljótt, óþolandi, skítlegt og ekki við hæfi.

Ég held í fullri alvöru að kirkjufólk sjái þetta alveg. Það er spuni í gangi, þrælskipulagður meira að segja. Alveg eins og stöðugt tal þeirra um vilja til "samræðu" sem endar allaf þegar einhver reynir að ræða við þau á öðrum forsendum en þau lögðu upp með.

Ekki falla fyrir þessum spuna. Það er enginn að kúga prestana. Þeir vilja bara ekki gefa eftir forréttindi sín.

kristni
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)