Örvitinn

Munurinn á stuðningi og sjálfsupphafningu

Þetta var vel gert hjá X, ég styð þau og framtak þeirra.

Þetta er stuðningur, einhverjum er hrósað og framtakið stutt í orði (og í framhaldi jafnvel í verki). Það væri út í hött að gagnrýna fólk fyrir hrós og stuðning ef framtakið er gott. Stundum má benda á ef um hræsni er að ræða en batnandi fer fólki best að lifa.

Þetta var vel gert hjá X, ég styð þau og framtak þeirra. Það er við hæfi að gera þetta nálægt útibúi okkar hjá Y enda höfum við hjá Y alltaf verið í fararbroddi þeirra sem þetta gera og boðskapur leiðtoga okkar einmitt nákvæmlega sá sami og hjá X.

Þetta er sjálfsupphafning dulbúin sem stuðningur. Í fyrstu mætti halda að tilgangur höfundar væri að benda á eitthvað sem vel er gert en raunverulegi tilgangurinn er að hampa sjálfum sér og leiðtoganum. Þetta er auglýsing.

Það getur verið allt í lagi að vekja athygli á því að maður sé sömu skoðunar og einhverjir X og styðji þeirra málstað en stundum er það bara of mikil hræsni. Þá er betra að sleppa auglýsingunni og halda sig við stuðninginn. Gefa þessu kannski áratug og hoppa svo á vagninn, segjast hafa stjórnað lestinni.

Er þetta eitthvað rosalega flókið?

Ýmislegt
Athugasemdir

Óli Gneisti - 04/08/15 18:59 #

Þetta var einmitt í hausnum á mér.

Það ætti einmitt að vera "Lengst af hefur Y verið lélegt í að styðja X en núna erum við loksins farin að gera það".

Sögufölsun er orðið.

Matti - 05/08/15 10:06 #

Já, það er sennilega sögufölsunin sem pirrar mig.

Þetta fólk getur ekki afneitað sögu kirkjunnar þegar það er á sama tíma að heimta forréttindi og fé af ríkinu út á þá sögu.

Matti - 05/08/15 15:28 #

Vantrúarfélagar hafa ekki efni á því að hneykslast yfir stuðningsyfirlýsingu sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur við druslugönguna og vísunum hennar til kristinnar kirkju og grundvallar hennar í því sambandi. Það er full ástæða til að benda á hverjir það eru sem ráðast þar gegn sr. Kristínu Þórunni og hvers eðlis málflutningur þeirra er.

Minnið mig endilega á að leita alltaf fyrst til Bjarna Randvers Sigurvinssonar guðfræðinema til að spyrja hvort ég hafi efni á að tjá mig um eitthvað.

Útskýrið svo endilega hvernig ég "réðst gegn" sr. Kristínu? Þessar vísanir kristlinga í ofbeldi þegar kemur að gagnrýni er mjög merkilegar.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)