Örvitinn

Stutt prestaganga

Prestar í halarófu
„Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir.“
Ég mætti tímanlega við Digraneskirkju í gær, settist á túnið fyrir framan og sólaði mig meðan prestar flykktust að safnaðarheimilinu í kjallaranum. Gerði grein fyrir mér þegar ég var spurður fyrir hvaða fjölmiðil ég væri að taka myndir, Vantrú er auðvitað fjölmiðill.

Gangan var ekki löng þetta árið, prestar gengu í halarófu upp fyrir húsið - þegar fyrstu prestar voru komnir að kirkjunni var biskupinn á halanum varla kominn af stað. Ég reyndi að ná nokkrum myndum. Aðstæður voru ekkert sérstakar, glampandi sól og skuggi - eða ég bara ekki nógu góðu ljósmyndari.

Prestarnir sem horfðu á voru ekkert endilega sammála því að það vantaði Svarthöfða í gönguna þetta árið. Löggan lét ekki sjá sig. Skrítið!

kristni myndir
Athugasemdir

Sindri - 14/04/16 12:33 #

window.onkeyup = function(e){ var next, hrefs = document.getElementsByTagName('a'); switch(e.keyCode){ case 39: next = hrefs[hrefs.length - 1]; break; case 37: next = hrefs[0]; break; default: return; } document.location.href = next.getAttribute('href'); }

Mætti líklega laga aðeins, en væri ekki vit að henda þessu inn á myndasíðuna þína? ;)

Sindri - 14/04/16 12:34 #

Nenni ekki að nota markdown til að syntax highlighta! http://pastebin.com/1KshJRHi

Matti - 14/04/16 16:24 #

Ætlastu til þess ég að ég uppfæri eitthvað á þessum síðum mínum!

Ég skoða þetta :)

Matti - 14/04/16 18:32 #

Jæja, hvað segirðu þá? :)

Ég skellti semsagt rel=prev og next í header og notaði svo einfalda útgáfu af scriptinu.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)