Örvitinn

Guðni Th. og kristnu gildin

erró - trúður

Ég gat alveg hugsað mér að kjósa Guðna Th. sem forseta þar til hann sagði þetta.

„Ég er langt frá því að vera trú­laus og kristin gildi eru und­ir­staða okkar lýð­ræðis og vel­ferð­ar­sam­fé­lags­.“ #

Það stuðar mig ekki að Guðni er trúaður, allir forsetaframbjóðendur eru það í þetta skipti. Þegar hann segist „langt frá því að vera trúlaus“, eins og trúleysi sé öfgafull jaðarskoðun, eru það skilaboð um að hann ætli sér ekki að vera forseti minn. Það sem hann segir um kristin gildi er þvaður - og sérstaklega undarlegt frá sagnfræðing.

Ég held að Guðni sé fínn gaur, hef engar áhyggjur af því að hann verði með eitthvað rugl sem forseti. Stuðningsmenn Guðna segja margir að helsti kostur hans sé að hann standi gegn þjóðrembing. Mér finnst trúarbragðarembingur alveg jafn slæmur og sé ekki að þetta sé nokkuð annað.

Þannig að ég þarf að kjósa einhvern annan. Ekki Davíð, það er bannað að kjósa eins og fáviti.

Guðni verður auðvitað næsti forseti og biskup getur andað rólega. Ég tapa öllum kosningum sem ég tek þátt í, er löngu búinn að sætta mig við það.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 24/06/16 20:12 #

Í sjónvarpinu núna segir Guðni: „forseti á að sameina, ekki sundra“. Það verður fróðlegt að fylgjast með því í verki þegar kemur að trúleysingjum og öðrum sem ekki aðhyllast kristni.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)