Örvitinn

Viðbjóðslegt kristið samfélag

Kópavogskirkja

Kópavogshæli; nýjasta dæmið um siðferði þjóðarinnar fyrir fáeinum áratugum. Önnur dæmi eru t.d. hin ýmsu unglingaheimili þar sem skelfilega var farið með börn, Bjarg og misnotkun innan Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Dæmin eru reyndar óskaplega mörg.

Ég ætti ekki að dæma. Svona var þetta því miður; "við" fórum illa með næstum alla minnimáttar og þá sem tilheyrðu minnihlutahópum. Samfélagið var, langt fram undir lok síðustu aldar, frekar viðbjóðslegt að ýmsu leyti.

Jú, reyndar. Fyrirgefið, ég ætla víst að dæma.

Ég ætla að dæma prestana, biskupana og allt hitt kristna fólkið sem hefur haldið því fram að siðferði dali með minni (áhrifum) kristni. Messar um að án kristni sé ekki hægt að hafa gott siðferði og heimur versni vegna þess að fólk flýr kirkjuna og afþakkar kristniboð í barnaskólum.

Sögufölsunin er óþolandi og við eigum að þora að segja að þetta sé kjaftæði; Kópavogshæli er hluti af fortíðinni sem þau sakna. Sem betur fer minnkar þol fólks hratt fyrir "óhefðbundnum sannleika". Við verðum bara að muna að fleiri en Trump breiða út þá plágu.

kristni kvabb
Athugasemdir

Valur - 10/02/17 09:26 #

Heyr! heyr! orð í tíma töluð. Leyfið börnunum að koma til mín,orð sem vert er að skoða í nýju samhengið. Hvað gerði hinn,,kristni kærleikur,,jákvætt fyrir börnin á Kópavogshæli?

Elín Sigurðardóttir - 10/02/17 10:37 #

Hælinu var reyndar stjórnað af yfirlækni og kennara. Það er því ansi langsótt að tengja starfsemina við kristna trú - ja eða Donald J. Trump. Hann er að gera virkilega góða hluti þessa dagana. Kannski þess vegna sem hann fær á sig plágustimpilinn hræðilega.

http://www.vb.is/frettir/trump-raedst-lyfjarisana/134664/

Matti - 10/02/17 10:54 #

Ég er alls ekki að halda því fram að Kópavogshæli hafi verið rekið á kristnum forsendum, ég er að segja að samfélagið hafi verið miklu kristnara en það er í dag.

Trump er ekki að gera "góða hluti".

Elín Sigurðardóttir - 10/02/17 11:11 #

Það hefur komið fram að það var hluti af faglegri stefnu stofnunarinnar að halda íbúunum frá þessu óskaplega kristna samfélagi. M.ö.o. þá höfðu íbúarnir ekki hugmynd um ástandið á siðferði þjóðarinnar. Þeir voru í höndum sérfræðinganna.

Matti - 10/02/17 12:51 #

Já, þú ert enn að misskilja :-)

Það var hið kristna íslenska samfélag sem bjó stofnunina til og rak hana.

Undanfarið hafa kristileg áhrif minnkað verulega í samfélaginu og þess vegna hafa ýmsir talsmenn kristninnar lýst yfir miklum áhyggjum af siðferði þjóðarinnar.

Ég er að benda á að siðferðið virðist hafa batnað stórkostlega á stuttum tíma, á sama tíma reyndar og hin kristnu áhrif minnka verulega.

Það er nú allt sem ég er að segja í raun.

Elín Sigurðardóttir - 10/02/17 13:02 #

Mér finnst það ekki bera vott um bætt siðferði þegar fagaðilar búa til dópista - til að græða. Mér finnst það ekki bera vott um bætt siðferði að henda sprengjum á fólk fyrir hádegi og þykjast bjarga því eftir hádegi - til að græða. Um þetta má eflaust deila - en ég nenni því ekki :)

Matti - 10/02/17 13:05 #

Bætt siðferði þýðir ekki að allt sé fullkomið og við þurfum ekki að horfa á annað en réttindi kvenna eða samkynhneigðra til að sjá hverslags bylting hefur orðið á umburðarlyndi og siðferði hér á landi.

Landið sem vildi ekki taka við þeldökkum hermönnum frá Bandaríkjunum um miðja síðustu öld er allt annað land í dag þegar kemur að kynþáttafordómum. Þar með er ekki sagt að við séum laus við kynþáttafordóma, en það hefur orðið bylting til hins betra.

Það sama gildir um viðhorf okkar til geðveikra, það er ekki allt fullkomið og margt má bæta verulega, en það hefur samt orðið bylting til hins betra.

Elín Sigurðardóttir - 10/02/17 13:22 #

Mér finnst það ekki vera bylting til hins betra að vilja taka við þúsundum til að troða þeim inn í kytrur uppi á Kjalarnesi. Við erum kannski að tala um annars konar viðbjóð - ekki betri.

Matti - 10/02/17 15:35 #

Nei, þú ert þá sennilega bara sammála biskup og prestum sem halda því fram að siðferði þjóðarinnar fari versnandi þar sem við erum ekki jafn kristin og áður.

Gott og vel!




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)