Vandræði í ræktinni
Fjórða sett í bekk í gærkvöldi, búinn að taka 3x5x112kg þægilega. Létti í 110kg. Fjórar lyftur nokkuð léttar en ég var kominn of aftarlega á bekkinn og rak stöngina uppundir í fimmtu lyftu og var þá pikkfastur.
Náði athygli gaursins á næsta bekk eftir smá stund og hann lyfti stönginni upp með mér. Þetta var kannski dálítið vandræðalegt en fyrst og fremst klaufalegt.
Miðað við fyrri sett var ég ekki í neinu rugli en undirbúningur fyrir æfinguna í gær var ekki góður.
Ég borðaði of lítið og ekkert frá hádegi. Tankurinn tæmdist bara mjög snemma og ég fann það í öðrum æfingum, var aumari en undanfarið. Hafði æfinguna því dálítið stutta og vanda mig betur næst.
Ekki hika við að kalla á aðstoð ef þið lendið í svona vandræðum í ræktinni. Það er kannski mánuður síðan ég aðstoðaði náunga í sömu stöðu og það kippir sér enginn upp við það.
Þakka gaurnum á næsta bekk kærlega fyrir aðstoðina.