Örvitinn

Vandræði í ræktinni

bekkpressa
Ég var ekki að nota svona bekk í gær; þarna eru öryggisstangir sem hefðu bjargað málum. Gáfulegra að nota slíkt. Myndin er frá lok janúar, þegar ég tók 130kg einu sinni, sem er það mesta sem ég hef tekið hingað til.
Það kom að því að ég þurfti að kalla eftir aðstoð í ræktinni!

Fjórða sett í bekk í gærkvöldi, búinn að taka 3x5x112kg þægilega. Létti í 110kg. Fjórar lyftur nokkuð léttar en ég var kominn of aftarlega á bekkinn og rak stöngina uppundir í fimmtu lyftu og var þá pikkfastur.

Náði athygli gaursins á næsta bekk eftir smá stund og hann lyfti stönginni upp með mér. Þetta var kannski dálítið vandræðalegt en fyrst og fremst klaufalegt.

Miðað við fyrri sett var ég ekki í neinu rugli en undirbúningur fyrir æfinguna í gær var ekki góður.

Ég borðaði of lítið og ekkert frá hádegi. Tankurinn tæmdist bara mjög snemma og ég fann það í öðrum æfingum, var aumari en undanfarið. Hafði æfinguna því dálítið stutta og vanda mig betur næst.

Ekki hika við að kalla á aðstoð ef þið lendið í svona vandræðum í ræktinni. Það er kannski mánuður síðan ég aðstoðaði náunga í sömu stöðu og það kippir sér enginn upp við það.

Þakka gaurnum á næsta bekk kærlega fyrir aðstoðina.

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)