Göngutúr í bakarí
Reyndar ákváðum við fyrsta að fara í göngutúr og svo stakk ég upp á bakarísferð fyrst veðrið var gott. Gengum þá framhjá vinnunni minni í Hlíðarsmára og þar yfir í Garðabæ, en Brauð&co er við Krónuna á Arnarneshæð.
Það var nóg að gera í Brauð&co en ágætt bil á milli viðskiptavina, merki á gólfi sem sýndu hvar fólk átti að standa í röð en þetta var ekki alveg að ganga upp við afgreiðsluborðið.
Ég spilaði DOOM 2016 í svona fimm klukkutíma í kvöld! Ætlaði bara að spila smá en hvarf ofan í tölvuleikinn! Það er gaman að þessu. Ætla að klára þennan leik einu sinni aftur áður en ég kaupi nýja DOOM leikinn.
Enginn kvöldmatur, bara afgangar af súrdeigsbrauðinu, sem er reyndar fínn matur!