Örvitinn

Páskamaturinn

Viđ vorum međ matarbođ í gćr og elduđum kalkúna. Guđrún (tengdó) sá um forréttinn, Jóna Dóra kom međ Waldorf salat og Ţórđur sá um desertinn ásamt ţví ađ ađstođa í eldhúsinu undir lokin.

Hér á eftir fer lýsing á Páskamáltíđinni 2004.

Í forrétt kom Guđrún međ hrátt hangikjöt međ ólívuolíu, kapers, káli og melónum. Afskaplega bragđgóđur og skemmtilegur réttur, kjötiđ og melónurnar passa sérlega vel saman. Guđrún kom međ flösku af Cepparello sem viđ bárum fram međ forréttinum, skemmtilegt og bragđmikiđ Ítalskt rauđvín. Ađ sjálfsögđu kom Guđrún međ alltof mikiđ af forrétt ţannig viđ eigum helling eftir til ađ gćđa okkur á, kvörtum ekki undan ţví :-)

Í Ađalrétt var kalkúni og fullt af međlćti, alltof mikiđ međlćti ef ég á ađ segja alveg eins og er. Kalkúninn var fylltur međ aprikósufyllingu, en uppskriftina ađ henni fengum viđ úr veislubók Hagkaupa. Međ fuglinum bárum viđ fram, brúnađar kartöflur, Waldorf salatiđ hennar Jónu Dóru, ferskt salat, hvítkál steikt međ engifer og hvítlauk (fersk rauđkál var ófáanlegt), kartöflumús úr sćtum kartöflum međ sveppum, rauđkál, gular baunir og venjulegar kartöflur fyrir Ingu Maríu og Stefán. Ţetta heppnađist afskaplega vel, fyllingin var mjög góđ og kartöflumúsin vakti lukku, en ţetta er í fyrsta sinn sem ég nota sćtar kartöflur, ljóst ađ ţćr verđa oftar á borđum í framtíđinni. Sósan var gerđ úr sođinu af fuglinum og appelsínuţykkni. Ţórđur sá um gera sósuna, enda lćtur mađur kokkanemann um allt slíkt ţegar hann er á stađnum, sósan heppnađist líka mjög vel. Međ ađalréttinum drukkum viđ Saint-emilion, létt rauđvín og gott en féll ţó í skuggann af rauđvíninu sem var boriđ fram međ forréttinum.

Ţórđur bakađi glćsilega súkkulađiköku í desert, kom međ vanilluís frá Perlunni og rosalega falleg jarđaber . Kakan var mjög góđ og ísinn syndsamlegur. Vorum líka međ helling af litlum páskaeggjum, en viđ áttum tíu stykki fyrir - Jóna Dóra kom međ tíu og Gunna kom líka međ slatta.

Í dag eru svo afgangar í matinn, ţví miđur klárađist fyllingin í gćr en ţađ er til slatti af öllu hinu.

matur