Inga María þriggja ára
Inga María er þriggja ára í dag. Afmælisboðið var á sunnudag en í dag er afmælisboð í leikskólanum.
Í tilefni dagsins drifum við okkur á fætur og brunuðum á leikskólann með kökuna. Rétt náðum fyrir níu, þannig að stelpurnar voru í það síðasta í morgunmatinn, fengu samt að borða.
Í kvöld fær Inga María að velja kvöldmatinn, ég giska á að alþjóðleg hamborgarakeðja verði fyrir valinu.
Hún fór í barbie fötunum í leikskólann, þær systur báðar í pilsi. Kolla fær svo að fara í afmælisboðið. Vonandi skemmta þær sér vel í dag.
Ég ætlaði að vera fyrr á ferðinni í morgun, var vaknaður fyrir átta en blikkaði augunum í hálftíma. Því var örlítið stress að rjúka út með þær stelpur. Ég hrökk á fætur klukkan hálf átta, fór og vakti Kollu því við ætluðum að syngja afmælissönginn fyrir Ingu Maríu. Inga María kom þá trítlandi á eftir mér en ég rak hana aftur í rúmið, svo við gætum vakið hana. Sungum svo "hún á afmæli í dag" í morgunsárið.
Sirrý og Tinna Björk - 16/11/04 14:39 #
Til hamingju með afmælið Inga María og til hamingju með stelpuna Matti og Gyða