Inga María komin með hlaupabólu
Vildi bara láta ykkur vita að Inga María er loksins komin með hlaupabólu. Þetta var bara spurning um tíma þar sem hlaupabóla er afar smitandi og Kolla fékk hana um jólin.
Bólurnar eru fáar og ljósar enn sem komið er. Sá í morgun að hún var komin með bólu í framan, kíkti þá á búkinn og sá bólur á baki og maga. Vonandi verður þetta hóflegt hjá henni.
Athugasemdir
sirry - 11/01/05 13:03 #
Æji greyið stelpan vonadi verður þetta lítið og fljótlegt. Greyið foreldrarnir líka að þurfa að vera annan skamt af veikindum í burtu frá vinnu. En njótið þess eins vel og þið getið og ekki vera með samviskubit sem fylgir oft veikindum barna