Örvitinn

Samsæriskenningar um hryðjuverkin London

Í sjónvarpsþætti sem var sýndur á Stöð2 í gærkvöldi fór sjónvarpsmaðurinn Donal MacIntyre til fyrrum Júgóslavíu og keypti vopn og sprengiefni á laun og tók allt upp á falda myndavél. Alls keypti hann um 15 kíló af semtex. Þessi frétt Independent er áhugaverð í því ljósi.

Í dag þykir það grunsamlegt og gefa vísbendingar um samsæri, að Bandarísk og/eða Bresk stjórnvöld hafi komið að hryðjuverkunum í London, að sprengiefnin sem voru notuð eru líklega "hernaðar-sprengiefni".

Eins og þáttur MacIntyre sýndi er ekki ómögulegt að komast yfir slík sprengiefni ef menn hafa peninga og sambönd.

Varðandi öryggisæfinguna sem fór fram á sama tíma og hryðjuverkin voru framin, þá verða menn fyrst að spyrja sig hversu algengnar slíkar æfingar eru. Og já, þetta var ekki 1000 manna æfing. Fyrirtækið sem æfingin var haldin fyrir er með 1000 starfsmenn.

Merkilegt hvernig smáatriðin skolast til þegar samsæriskenningar eru smíðaðar.

Af hverju gerir engin samsæri úr því að strætóinn var sprengdur við hliðina á húsi læknasamtaka og þar inni voru tugir lækna sem voru komnir á vettvang mínútu eftir sprenginguna. Æi, nú gef ég fólki hugmyndir :-)

David Galbraith debunkar þær kenningar að sprengjurnar hafi beinst að hverfum múslima í London og þar af leiðandi beinst að múslimum.

ps. Munið þið eftir því þegar því var spáð að Osama bin Laden kæmi í leitirnar fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Í raun væri fyrir löngu búið að handtaka hann og stjórn Bush væri að geyma hann! Hvað varð um þá kenningu? :-)

samsæriskenningar
Athugasemdir

Gunnar - 12/07/05 14:05 #

Finnst gott hjá þér að flokka þetta undir Efahyggju þar sem það er einmitt slík sem fær fólk til að efast um opinberar skýringar frá yfirvöldum. Og reynslan af lygum þeirra í gegnum tíðina. Ef við tækjum alltaf allt trúanlegt sem okkur er sagt þá væri ansi oft logið að okkur. En ég þarf varla að segja þér það :)