Þegar börn sofa
Inga María röltir stundum niður ef hún vaknar á kvöldin. Sefur í fangi annars hvors okkar þar til við förum aftur með hana upp í rúmið sitt.
Einn fylgifiskur þess að börn vaxa er að þau hætta smátt og smátt að sofa í fangi foreldra sinna. Á móti kemur að maður nýtur þess vafalítið meira í hvert skipti. Mér finnst það að minnsta kosti alltaf jafn notalegt.
Einn dag verður þetta bara minning.
Eva - 11/08/05 08:16 #
Ég hélt alltaf að ég myndi sakna þessa og margra annrra samskipta við börnin mín. Ég á hlýjar og yndislegar minningar síðan strákarnir mínir voru litlir en þeim fylgir enginn söknuður. Aðrir hlutir koma í staðinn, t.d. gleðin yfir því að litla fáfróða vitsmunaveran sé orðin fær um að uppfræða mann.
Mia - 13/09/05 12:25 #
Hún Inga María dóttir mín er orðin 19 ára og ennþá kemur fyrir að hún sefur í sófanum í fanginu á pabba sínum.....er á meðan er :)