Örvitinn

Helgarskýrslan

Norska jólatréđ á AusturvelliŢetta var nokkuđ róleg helgi. Kvenfélagsfundi var frestađ til nćsta föstudags svo Eiki geti sýnt sig, ţannig ađ ekkert fór ég út á lífiđ, sem er ágćtt. Nćsta helgi verđur nokkuđ strembin í stađin, kvenfélagsfundur á föstudag og svo jólahlađborđ á laugardag ţar sem ég og Jón Magnús höfum tekiđ ađ okkur ađ elda kalkúna.

Kíkti í bćinn í gćrdag međ Áróru og Kollu, röltum ađeins um Kolaportiđ ţar sem ég rakst á mjög gott eintak af Blekking og Ţekking sem ég keypti fyrir fimmtánhundruđ krónur. Átti eintak fyrir ţannig ađ ég kom ţessu í góđar hendur.

Í dag fór ég međ Kollu og Ingu Maríu í bćinn til ađ verđa vitni ađ ţví ţegar kveikt var á jólatrénu. Ţetta var ágćtt ţó dagskrá byrjađi frekar rólega. Lúđrasveit fyrsta hálftímann, svo kór áđur en kveikt var á trénu, eftir ţađ byrjađi dagskrá fyrir börnin sem stelpunum fannst skemmtileg. Hittum foreldra mína sem voru međ Ásdísi Birtu í bćnum. Ég tók myndir. Reyndar er óskaplega dimmt núna í skammdeginu, erfitt ađ taka myndir. Batteríin í flassinu tćmdust svo á versta tíma, ţarf ađ vera međ tvöfaldan umgang af hleđslubatteríum.

Slepptum fjölskyldusunnudagsmatnum, ég keypti tilbúnar kjötbollur frá gođa, pastasósu og spagettí. Ţađ var fínt.

Enginn kommentar á kúlumyndirnar, hvađ er ađ ykkur? :-)

dagbók