Tölvuviðgerðir og friðhelgi einkalífsins
Ég hjó eftir einu þegar ég las frétt í gær um dóm yfir manni sem hafði barnaklám undir höndum. Í fréttinni segir m.a.
Á hörðum diskum í tölvu mannsins fundust 349 ljósmyndir og 17 stuttar hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Maðurinn fór með tölvuna í viðgerð og fundust myndirnar við skoðun lögreglu á tölvunni eftir að hald var lagt á hana.
Ég ætla ekki að velta mér upp úr dómnum yfir manninum heldur finnst mér áhugavert að íhuga hvernig upp komst um glæpinn.
Fólk fer með tölvur í viðgerð útaf ýmsum ástæðun, en ég get ekki látið mér detta neina bilun í hug sem veldur því að viðgerðarmaður hefur ástæðu til að flakka um harða diska vélarinnar. Við hreinsanir á vírusum og öðrum álíka óþverra eru keyrð forrit sem skanna vélina sjálfkrafa. Ef bilun er á disk er keyrt forrit sem finnur biluð svæði á disknum og merkir þau. Ef diskur er ónýtur er hugsanlegt að afrita þurfi öll gögn, en þá er það einnig gert með sjálfvirkum hugbúnaði (sbr.Norton Ghost).
Ég skil einfaldlega ekki hvernig stendur á því að viðgerðarmenn á tölvuverkstæðum finna barnaklám á tölvu. Ég er ekki að gera lítið úr glæpnum eða verja þennan mann, ég fatta bara ekki af hverju viðgerðarmaður er að gramsa í gögnunum á annað borð. Hvað með persónuleg gögn fólks? Má það eiga von á því að viðgerðarmenn á tölvuverkstæðum séu að skoða einkabréf, ljósmyndir og jafnvel yfirlit yfir það sem fólk hefur skoðað á vefnum?
Unnur María - 16/12/05 17:13 #
Núna í haust þurfti ég í fyrsta skiptið að fara með tölvuna mína í viðgerð á verkstæði og fór þá vandlega yfir hana og tók út af henni allt sem ég gat ekki hugsað mér að kæmi fyrir augu ókunnugra einmitt af því að fréttir á borð við þessa fá mig til að vantreysta tölvuviðgerðarmönnum.
Óli Gneisti - 16/12/05 17:22 #
Ætli Jónína Ben hafi farið með sína tölvu í viðgerð á sama stað?
djagger - 16/12/05 17:49 #
Ég verð að vera sammála þér um þetta þar sem ég hef reynslu af tölvuviðgerðum og samsetningu. Það er engin ástæða fyrir því að viðgerðarmaður þurfi að rannsaka efni harðadisks. Nema auðvitað að skrárnar hafi blasað fyrir framan nefið á manninum þegar hann kveikti á tölvunni, sem ég efast um að hafi verið tilfellið.
Hjalti - 16/12/05 22:19 #
Í gaggó (7 ár síðan) fór ég einu sinni í starfskynningu á tölvuverkstæði og þar var verið að "leita" á hörðum diskum. Man samt ekki hvar það var. Mig grunar að þetta sé ansi algengt.
Börkur - 19/12/05 11:08 #
hmm.
Væri kannski vert að hringja í einhvern af þessum stöðum og spyrja þá beint út. nú eða gera sér leik af því að skrifa einhverjar rosa lýsingar af skipulagðri glæpastarfsemi, benda á hvara Hoffa sé grafinn o.s.frv.
Nú getur vel verið að það séu einhver lög sem skylda hvern viti borinn mann að leita að sönnunum um glæpi, hafi þeir aðstöðu til þess :)
jón spæjó