Örvitinn

Hausverkur

Ég var með hausverk seinnipartinn í gær. Verkjalyf sló ekkert á hann þannig að ég flúði upp í rúm rétt áður en Latibær byrjaði í sjónvarpinu, það er ekki hausverksvænn þáttur. Sofnaði því ansi snemma á þessu föstudagskvöldi.

Rumskaði fyrst um fjögur í nótt, hef dormað síðan. Finn ekki fyrir hausverk lengur.

heilsa