Örvitinn

Prestur svarar ekki tölvupósti

Jæja, það má ljóst vera að Séra Sigurður Árni kýs að svara ekki tölvupósti sem ég sendi eftir að hann ibbaði gogg.

Árni Svanur, sem er starfsmaður Þjóðkirkjunnar og sér m.a. um vefsíðuna trú.is þar sem prédikun Sigurðar Árna var birt, heldur því fram að orð Sigurðar séu almenn og gildi um alla öfgahópa. Ég tel svo ekki vera og tel að með því að svara ekki pósti mínum staðfesti Sigurður Árni þá skoðun mína. Hann var að vísa til Vantrúar, meira að segja Djákninn útilokar ekki að svo sé!

Það er reyndar afar sérkennilegt að fylgjast með því hvernig prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar hópast yfirleitt í kringum kollega sína þegar þeir rífa kjaft, besta dæmið um þetta eru náttúrulega orð biskups um hjónabandið og ruslahauga, þar var biskup alls ekkert að tala niður til samkynhneigðra að mati margra sprenglærða guðfræðinga, en það er önnur umræða.

Séra Sigurður Árni og kollegi hans í Neskirkju, Séra Örn Bárður, þekkja vel til Vantrúar. Séra Örn Bárður hefur gengið svo langt að hvetja aðra presta til að hunsa Vantrú, gera okkur það ekki til geðs að lesa vefinn. Þannig er ástin á umræðu og sannleikanum á þeim bænum.

Pósturinn sem ég sendi Sigurði Árna var svona:

Titill: Herskár trúleysingi spyr

sæll Sigurður

Í prédikun þinni þann 23. apríl mælir þú þessi orð:

Kynnið ykkur boðskap þeirra, sem eru herskáir guðleysingjar. Þar finnið þið ekki þroskaða vitmenn, heldur hrokagikki, sem hæða og níða. Herskáir guðleysingjar eru bókstafstrúarmenn. Hjá slíkum er jafnan stutt í ofbeldið.

Nú er ég einn þeirra sem stend að félagsskapnum Vantrú, sem eru að því ég best veit einu opinberu "herskáu guðleysingjar" landsins.

Má ég skilja orð þín þannig að þú sért að segja að ég sé:
* ekki þroskaður vitmaður (semsagt vitleysingur)
* hrokagikkur
* bókstafstrúarmaður
* ofbeldisfullur

Þykir þér við hæfi að hafa þessi orð um mig og félaga mína þar sem við getum ekki svarað fyrir okkur? Ert þú tilbúinn að hitta okkur og halda þessu sama fram þar sem við getum svarað? Eða ertu kannski hræddur um að við munum lemja þig?

Sjá líka: Prestur ibbar gogg

Grein um málið á Vantrú: Hrokafullir, ofbeldishneigðir og vitlausir bókstafstrúmenn?

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 04/05/06 12:19 #

Hann hefur ekki svarað mér heldur.

Hjalti - 04/05/06 15:09 #

Sama hér.

Þórður Ingvarsson - 05/05/06 06:21 #

Það eru til assgoti góð og gild íslensk orð yfir svona fólk:

Aumingjar, gungur, ræflar,og teprur.