Örvitinn

"Heppilega" horfið hjá séra Guðmundi

Að gefnu tilefni var ég að skoða grein Guðmundar Guðmundssonar, Barnastarf kirkjunnar - Kirkjan og lífsskrefin því þar var að finna áhugavert sjónarhorn á viðhorf presta til barnastarfs kirkjunnar. Ég hafði áður vitnað í þessa grein og það kom mér því á óvart að sjá að Guðmundur hefur breytt grein sinni, tekið út það sem illa hljómar.

Í upphaflegu greininni sagði Guðmundur: "Það vill nú svo heppilega til að börn eru gjarnan leiðitöm, hættulega leiðitöm, trúgjörn og grandalaus" (feitletrun mín) en nú stendur "Það vill nú svo til að börn eru gjarnan leiðitöm, hættulega leiðitöm, trúgjörn og grandalaus." "Heppilega" er horfið. Heppilegt þar sem þetta eina orð er að mínu mati algjörlega ómissandi í textanum, með því að fjarlægja það hefur hann breytt merkingu textans. Hver veit, kannski var þetta "heppilega" í upprunalega textanum Freudian slip.

Fyrst efaðist ég um að ég hefði haft rétt eftir en fannst það þó ólíklegt þar sem ég afrita textann (copy/paste) yfir í mitt blogg. Með smá netleit fann ég aðra tilvísun í sama texta þar sem orðið "heppilega" kemur einnig fyrir.

Þetta þykir mér ósiður. Ef Guðmundur tekur orð sín til baka væri réttara að strika yfir þau en með því að eyða þeim út lætur Guðmundur eins og hann hafi aldrei sagt þetta eða skrifað.

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 17/10/06 17:25 #

Ætli presturinn fatti að Landsbókasafnið á afrit af þessu öllu saman sem hægt er að skoða?

Hjalti Rúnar - 17/10/06 18:47 #

En heppilegt!