Örvitinn

Eldsneytiskvabb: rúmar tólf þúsund krónur

Síðasta eldsneytiskvabb var í apríl. Þá fyllti ég á bílinn fyrir rúmar tíu þúsund krónur. Ég lofaði eldsneytiskvabbi í hvert sinn sem ég fer yfir ný þúsundarmörk, gleymdi að blogga þegar ég sá ellefu þúsund við síðustu áfyllingu og hér kemur því næsta kvabb.

Í gær fyllti ég bílinn fyrir tólf þúsund fjögur hundruðu fimmtíu og fimm krónur. Svo skemmtilega vill til að þetta eru nákvæmlega tíu þúsund krónur plús virðisaukaskattur.

Síðustu skipti hafa verið svona:

DagsMagnKmEyðslaLítraverðHeildarverðVerð pr. km
06.05.0866,630543,312,3161,910.78719,86
26.05.0864,680557,111,6173,211.20320,11
17.06.0867,290535,112,6185,112.45523,28

Því miður þarf ég að aka í vinnu þessa dagana, stelpurnar eru í sumarnámskeiði í sitthvorum hluta höfuðborgarinnar og við skiptumst á að skutla þeim og sækja. Allur akstur undanfarið hefur verið innanbæjarsnatt.

Í næstu viku verðar stelpurnar í hverfinu og ég mun því hjóla. Það borgar sig.

kvabb