Ég fór lengri leiðina heim og hjólaði upp meðfram Elliðaá, í kringum Efra Breiðholtið.  Sýnist þetta vera um 9km leið, dálítið upp á móti en það verður ekki forðast þegar hjólað er í Breiðholtið.  Ég fór þetta ekki mjög hratt en tók þó ágætlega á því á köflum.  
Mikið óskaplega hef ég gott af þessu.
 
 
  
   
    
   
     
    Mér finnst þetta skemmtileg leið, ég fer hana oft mér til gamans, enda á ég aldrei erindi austur fyrir  Grensás.
    
  
    
  
   
     
    Ein ástæða þess að ég hjólaði þetta í rólegheitunum er að ég var að njóta umhverfisins sem er magnað.  Þarna voru líka stangveiðimenn að draga fisk í land og fullt af fólki skokkandi.
Hin ástæðan er lélegt líkamsástand mitt en við ræðum það ekkert hér.