Örvitinn

Veftraffík: b2, 69 og Eyjan

b2 og 69 vísa á tunglfærsluna. Það er merkilega mikil traffík frá þessum síðum, sérstaklega b2. Um daginn vísaði b2 á vantrúarpistil um tekjur hindurvitnaliðsins.

Það kemur einnig þokkaleg traffík gegnum Eyjuna, á þriðjudag vísaði Eyjan á tunglgreinina á Vantrú. Þeir eru samt ekki hálfdrættingar á við b2. Á rúmum sólahring komu 559 gestir á Vantrú frá Eyjunni en um 2300 frá b2 á svipuðum tíma. Reyndar virðast "kúrfan" frá b2 vera bæði hærri (það koma fleiri inn um leið og vísun fer á vefinn) og lengri (heimsóknir eru að koma frá þeim í lengri tíma). Það eru náttúrulega færri vísanir á forsíðu Eyjunnar og því eru vísanir ekki áberandi í langan tíma hjá þeim.

Frá því í gærkvöldi hafa rúmlega 1100 gestir komið á þetta blogg frá b2 og um 550 frá 69. Vísarnir komu á sama tíma seint í gærkvöldi.

vefmál