Örvitinn

Önnur og þriðja mynd

Fyrstu myndirnar næstum beint úr vél, bara minnkað og skerpt örlítið með Paint.NET. Auto WB, 50mm 1.8 linsa, 2.8 ljósop, iso 200.

d700 002

d700 003

myndir
Athugasemdir

pallih - 22/08/08 14:03 #

Magnað. Hvað borgaðirðu fyrir gripinn?

Kalli - 22/08/08 14:55 #

Þú ert að gera þetta vitlaust. Allir sem fá þessa vél eiga að fara með hana inn í skáp að taka myndir á 25600 ISO :) En án gríns eru myndirnar fínar: fínn desat fílungur í þeim og augun sérstaklega góð.

Matti - 22/08/08 15:38 #

Kalli, ég hef tekið nokkrar myndir á hærra iso og er búinn að skella vélinni í auto-iso núna. Ég er hægt og rólega að koma mínum stillingum í hana.

Palli, ég borgaði nóg :-)

Matti - 22/08/08 17:10 #

Já, það er gaman að sjá þetta. Ég á eftir að taka haug af myndum á háu iso og bera svo saman við myndir úr D200.

Kalli - 22/08/08 22:08 #

Maður sér nú svo sem alveg að þetta er tekið á háu ISO en noisið er samt lítið að trufla. Hins vegar finnst mér áferðin á myndunum alveg geggjuð.

Kannski ekki alveg jafn falleg og á Fuji Superia 1600 en bæði minna noise og fínna grain held ég :)

Arnold Björnsson - 23/08/08 22:38 #

Kalli, ég og félagi minn sem á D3 erum búnir að gera töluverðan samanburð á D200 og D2Xs vs. D3 og það er mikill munur. Þú sér engan mun á ISO 100 og ISO 1600 í D3 (D700). Engin leið að sjá hvor myndin er tekin á 1600. Í 3200 er noisið svipað og í ISO 400-640 í D2Xs. Ef tekið er á t.d. Iso 4000 í jpg er noisið ótrúlega lítið vegna þess að hugbúnaðurinn í vélinni er frábær við að fjarlægja noisið, en virkar auðvitað ekki þegar tekið er í NEF (RAW). Ég fer ekki ofan af því að þessar vélar, D3 og D700 eru tímamótavélar. Aldrei áður hefur verið hægt að mynda á svo háu ljósnæmi í eins miklum gæðum, ALDREI!. Ekki á filmu og ekki á stafrænt. Punktur!