Önnur og þriðja mynd
Fyrstu myndirnar næstum beint úr vél, bara minnkað og skerpt örlítið með Paint.NET. Auto WB, 50mm 1.8 linsa, 2.8 ljósop, iso 200.
Einar Örn - 22/08/08 16:50 #
Ég keypti 50mm linsu með henni og frumraunin var í brúðkapi útí Massachusets, sem var haldið inní MJÖG illa lýstu tjaldi. Tók myndir á 1200-2500 ISO (hæsta stillingin þegar að brúðhjónin voru að dansa á fullri ferð). Myndirnar eru ótrúlegar.
Þessi er t.d. tekin á 1250 ISO: http://www.flickr.com/photos/einarorn/2787457534/sizes/l/
Og þessi á 2500 ISO
Arnold Björnsson - 23/08/08 22:38 #
Kalli, ég og félagi minn sem á D3 erum búnir að gera töluverðan samanburð á D200 og D2Xs vs. D3 og það er mikill munur. Þú sér engan mun á ISO 100 og ISO 1600 í D3 (D700). Engin leið að sjá hvor myndin er tekin á 1600. Í 3200 er noisið svipað og í ISO 400-640 í D2Xs. Ef tekið er á t.d. Iso 4000 í jpg er noisið ótrúlega lítið vegna þess að hugbúnaðurinn í vélinni er frábær við að fjarlægja noisið, en virkar auðvitað ekki þegar tekið er í NEF (RAW). Ég fer ekki ofan af því að þessar vélar, D3 og D700 eru tímamótavélar. Aldrei áður hefur verið hægt að mynda á svo háu ljósnæmi í eins miklum gæðum, ALDREI!. Ekki á filmu og ekki á stafrænt. Punktur!