Örvitinn

Aðdáendur mínir

Eins og einhverjir vita á ég marga "aðdáendur".

Ekki veit ég hvað ég gerði honum Björgvin (fyrir utan að leggja ríkiskirkju-Baldur vin hans og flokksbróðir í "einelti"), en Björgvin virðist illa við mig. Ég lendi dálítið oft í þessu, veit ekki hvað veldur!

Ef Björgvin er ósammála skoðunum mínum er honum fullkomlega frjálst að andmæla þeim.

Hann má alveg vera aðdáandi ríkiskirkjunnar mín vegna. Hann má líka vera hatursmaður (svo maður noti orðfæri biskups) Vantrúar. Þó það nú væri, nóg er til af þeim.

Ég hef bara aldrei skilið af hverju hann telur sig eiga eitthvað erindi á Alþingi.

Ýmislegt