Refsigleði
Þau voru að ræða refsingar á Bylgjunni í morgun. Þegar opnað var fyrir símtöl kom í ljós að hlustendur eru æstur múgur, tilbúinn með sprek á bálið.
Kona ein talaði um að það væri eitthvað stórkostlegt að fólki sem tekur þátt í ofbeldi. Missti af því að ef við lærðum eitthvað á tuttugustu öldinni var það hve lítið þarf til að fá venjulegt fólk til að níðast á öðrum. Það þarf nefnilega ekki að vera neitt sérstakt að þeim sem taka þátt. Þetta getur verið ósköp venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum.
Legopanda - 05/05/09 18:21 #
Milgram-tilraunin? Segir allt sem þarf.
Hún var meira að segja endurtekin á síðasta ári í Bretlandi, og um það gerður sjónvarpsþáttur, til að athuga hvort niðurstaðan hefði haft eitthvað með það að gera með viðhorf Bandaríkjamanna 1961. Það hafði ekkert með það að gera. Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst.