Örvitinn

Kristinn skólastjóri blóđgar barn!

Steindór J. Erlingsson vísađi í athugasemd á sláandi ummćli Árna Sveins á bloggsíđu Óla Jóns.

Ég á einn tíu ára gutta sem er í barnaskóla í Rvk.

En strákurinn minn er svo "óheppinn" ađ ég skuli vera svo sérvitur ađ standa utan trúarbragđa. Ekki vegna ţess ađ ég er ekki trúađur, heldur vegna ţess ađ mér finnast trúarbrögđ ekki endurspegla raunverulega trú.

Og vegna ţessa hef ég mjög ákveđnar skođanir í ţessum málum, og vil ekki ađ strákurinn fái kristna innrćtingu í skólanum. Hér á víst ađ ríkja trúfrelsi.

Í skólanum hjá stráknum er í gangi Orwelusaráćtlun gegn einelti. Ţar segir međal annars ađ enginn skuli dreginn úr hópnum ţví ţađ geti stuđlađ ađ einelti. En svo er ţađ svo skrýtiđ, ađ ef ég er ósáttur viđ trúarbragđainnrćtinguna sem er svo sannarlega stunduđ í skólanum (sem lýsir sér međ kirkjuheimsóknum, heimsóknum frá Gídeonfélögum og kristnum bókagjöfum, auk ţess sem hallar á umfjöllun um trúarbrögđ sem eru ekki kristin.), ţá er svar skólans ţađ ađ barniđ skuli dregiđ úr hópnum og sett út í horn á međan.

Ég kvartađi undan ţessu viđ skólann. Skólastjórnendur tóku langan tíma í ađ svara ţessu, og svöruđu ţessu međ skćtingi ţegar ţeir loksins gerđu ţađ. Stuttu seinna rćđst skólastjóri skólans á drenginn minn, sparkar undir borđ sem hann situr viđ svo hann fćr borđiđ framan í sig og fćr blóđnasir.

Ég kvartađi undan ţessu viđ Menntasviđ Reykjavíkurborgar. Ţau gerđu ekkert í málinu. Skólastjórinn situr enn á sínum stađ, og stráknum mínum er enn bođiđ ađ sitja í horninu ef ég er eitthvađ ósáttur.

Sjálfur lenti ég í einelti á minni skólagöngu, og ég upplifi hluta af ţví aftur núna í gegnum menntastofnanir borgarinnar.

Ţess má einnig geta ađ skólastjóranum ţykir mjög mikilvćgt ađ börn alist upp viđ kristiđ siđgćđi. Persónulega hef ég áhyggjur af siđferđi skólastjórans.

Árni Sveinn 16.12.2009 kl. 11:35

Ţetta er sláandi frásögn sem fjölmiđlar ćttu ađ skođa nánar.

Svo velta sumir ţví fyrir sér af hverju fólk hikar viđ ađ andmćla kirkjuheimsóknum. Nei, ég er ekki ađ segja ađ skólastjórar stundi ţađ ađ blóđga börn - en ég fullyrđi ađ flestir vilja forđast ađ lenda upp á kant viđ skólastjóra og ađra starfsmenn skólans.

kristni vísanir
Athugasemdir

hildigunnur - 16/12/09 22:22 #

vá! í hvađa skóla var ţetta eiginlega???