Örvitinn

Minnihlutahópar

Enn og aftur er hafin umrćđa um ađkomu ríkiskirkjunnar ađ skólum. Hćtt er viđ ţví ađ ţetta verđi nákvćmlega sama umrćđa og áđur enda ríkiskirkjan í vörn og áróđursvélin komin í gang. Margir munu t.d. halda ţví fram ađ meirihlutinn sé ađ lúffa fyrir minnihlutanum, ađ minnihlutinn sé ađ kúga meirihlutann.

Ţá blasir viđ ein spurning: Hvađ er ađ ţví? Er ţađ virkilega mikilvćgt ađ ríkiskirkjan fái ađ starfa í leik- og grunnskólum borgarinnar (landsins)? Af hverju?

Standa kirkjurnar ekki opnar? Er ekki öllum frjálst ađ fara međ börnin sín í kirkjustarf utan skólatíma?

Ég sé ekki hvađa hagsmunum meirihlutans er veriđ ađ fórna fyrir hagsmuni minnihlutans. Fyrir utan ţađ ađ ég tel ekki ađ meirihluti landsmanna sé fylgjandi trúbođi í skólum - og viđ erum ađ tala um trúbođ í skólum. Ţađ er enginn ađ bola út kennslu um kristni, hún verđur áfram hluti af námsefni í grunnskóla.

Einnig vil ég minna ţá trúmenn sem nota ţessi meirihlutarök á ađ ţađ er ekkert öruggt ađ ţeir verđi alltaf í meirihluta. Minnihlutar eiga ţađ til ađ stćkka, meirihlutar minnka stundum. Gefum okkur ađ kristnir verđi minnihlutahópur á Íslandi innan nokkurra áratuga sem er alls ekki langsótt miđađ viđ trúarviđhorf landsmanna. Vćri ekki betra fyrir kristna íslendinga ef í landinu vćri stjórnarskrá og lög sem vernda réttindi minnihlutahópa?

ps. Fréttablađiđ er svo fáránlega mikiđ málgagn ríkiskirkjunnar ađ ţađ er ekki eini sinni fyndiđ. Presthjónin Árni Svanur og Kristín fá enn eina greinina birta á leiđarasíđu blađsins og prestsonurinn skrifar enn einn ríkiskirkjuleiđarann. Skammast ţetta fólk sín ekkert? Sefur ţađ vćrt?

kristni
Athugasemdir

Jón Yngvi - 18/10/10 14:33 #

Ég held ađ ţú sért óţarflega svartsýnn. Ađ vísu eru varnir kirkjunnar ósköp ţreyttar, en mér sýnist ađ mjög margir sem hingađ til hafa látiđ sér trúbođ í léttu rúmi liggja séu ađ snúast.

Matti - 18/10/10 14:36 #

Ég er fyrst og fremst hrćddur, minnugur umrćđunnar um leik- og grunnskólalög 2007-2008. Ţar stefndi einmitt í stórsigur í ţessum málum ţegar "kristilegt siđgćđiđ" átti ađ víkna en endađi međ stórtapi (kristnum arfi íslenskar menningar).

Magnús - 18/10/10 15:50 #

Já, ţađ er náttúrulega alveg "skelfilegt" ađ 80% grunnskóla í Reykjavík leita ađ fyrra bragđi til kirkjunnar á jólunum (!)

Ţú ţurrkar ekki 1000 ára kristilegan arf í burtu međ ţví einfaldlega ađ vera hrćddur viđ eitthvađ sem ţú hvort sem er skilur ekki.

Matti - 18/10/10 15:52 #

Hvađ skil ég ekki Magnús?

Ég er hrćddur um ađ íhaldsmenn eins og hinn afar kristni Árni Johnsen nái ađ stöđva ţetta sjálfsagđa framfara og réttindamál.

Halldór E. - 18/10/10 16:57 #

Ţakka góđ orđ í mín garđ. En greinin mín heitir reyndar "Tćkifćri til nýrrar hugsunar" en ekki "Tćkifćrri..." Ţó ţú vonist e.t.v. eftir ađ ţađ verđi "fćrri" sem noti kirkjuţjónustu. :-)

Matti - 18/10/10 16:59 #

Svona er ţetta, ég klikka stundum :-)

Matti - 18/10/10 17:28 #

Ţetta ţótti mér sorglegt ađ sjá í athugasemd hjá Stefáni Hrafn Hagalín á Facebook.

Matti - 19/10/10 08:07 #

Ţađ var einmitt ţađ sem mér ţótti svo sorglegt, hvernig er hćgt ađ halda međ Liverpool og vera sammála Óla Steph? :-)