Örvitinn

Samtök um tónlistarhús borga ekkert í Hörpu

Samtök um tónlistarhús verđa lögđ niđur ţegar Harpa verđur vígđ á menningarnótt 20. ágúst. 140 milljónir króna hafa safnast í ţau 28 ár sem samtökin hafa veriđ til. Utan um peningana hefur veriđ stofnađur menningarsjóđur Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns og tekur hann til starfa í Hörpu eftir vígsluna. Ţangađ geta ţeir sem hyggja á tónleikahald í Hörpu sótt um styrk #

Eflaust er ţetta bjánaleg spurning: Af hverju fara ţessar 140 milljónir ekki upp í kostnađinn viđ byggingu Hörpu?

Ég veit ađ ţetta er ekki hlutfallslega mikiđ af heildarkostnađi en er ekki eđlilegt ađ Samtök um tónlistarhús taki ţátt í kostnađinum viđ ađ byggja tónlistarhúsiđ? Var ekki veriđ ađ safna pening í ţeim tilgangi? Var ekki veriđ ađ "lobbía" fyrir ţessu húsi árum saman? Er ekki réttast ađ afhenda skattgreiđendum ţennan pening sem táknrćnan ţakklćtisvott fyrir Hörpu? Ţann pening vćri svo hćgt ađ nota til ađ styrkja fátćkustu samlanda okkar - ţá sem láta sig ekki einu sinni dreyma um ađ fara á skemmtun í Hörpu.

menning
Athugasemdir

Valdís - 16/05/11 22:37 #

Ţetta er snilld. "..ţađ var ekki fariđ í ţađ ađ kaupa flygla eđa einhverjar fasteignir.." Var ekki ađalbaráttumál ţessara samtaka einmitt fjárfesting í "einhverjum fasteignum"?

Haukur - 16/05/11 22:44 #

Ţetta er löng og skrýtin saga. Sjá t.d. ţessa grein frá 1994.

Erna Magnúsdóttir - 16/05/11 23:07 #

Tćknilega séđ er ég svosem sammála ţér.. en mér finnst reyndar bara frábćrt ađ ţađ sé eitthvađ af peningum afgangs til ađ stunda listir... ţađ er allt of mikiđ fjárfest í steinsteypu hvort sem er á Klakanum.

Matti - 16/05/11 23:08 #

Ég er ekkert ađ sjá á eftir ţessum peningum í menningu og listir. Fannst ţetta bara afskaplega skrítiđ ţegar ég hlustađi á fréttina í útvarpinu í gćr.

Jón Frímann - 16/05/11 23:31 #

Hvađ á ađ opna ţetta hús oft ?

Jóhann Ingi - 19/05/11 19:43 #

Ćtli mađur geti fengiđ styrkina sína til baka fyrst ţađ á ekki ađ nota ţá í ţađ sem lofađ var?

Henrý Ţór - 21/05/11 13:16 #

Er ekki máliđ bara ađ Harpa er ekki tónlistarhús nema tónlistarmenn hafi efni á ađ spila ţar? Annars yrđi ţetta bara ráđstefnuhús.