Örvitinn

Virðing séra Sigurðar Árna

Ég virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. #

Skrifar séra Sigurður Árni sem býður sig fram til biskups ríkiskirkjunnar.

Áhugavert að lesa þetta í ljósi þess sem Sigurður Árni sagði í ræðu fyrir sex árum:

Kynnið ykkur boðskap þeirra, sem eru herskáir guðleysingjar. Þar finnið þið ekki þroskaða vitmenn, heldur hrokagikki, sem hæða og níða. Herskáir guðleysingjar eru bókstafstrúarmenn. Hjá slíkum er jafnan stutt í ofbeldið.

Ég sendi honum tölvupóst og spurði hann út í þessi orð. Hann svaraði aldrei. Hann svaraði Óla ekki heldur. Um þetta var líka skrifað á Vantrú.

Ég held að Sigurður Árni sé ekki að segja satt þegar hann heldur því fram að hann "virði ... andóf gegn kirkju [og] trúargagnrýni". Ég held nefnilega að hann sé nákvæmlega sama týpan og Karl núverandi biskup.

kristni