Örvitinn

Ekki dautt

Landslag

Ég birti enga bloggfærslu í janúar, þetta er því það fyrsta sem ég blogga á árinu! Samt er bloggið ekki dautt, Facebook er dautt (eða dauði, Facebook er dauði). Í upphafði árs byrjaði ég á færslu um síðasta ár, sem var alls ekki tíðindalítið, en kláraði ekki. Geri það kannski bráðum.

Ég vil samt koma einu á framfæri fyrst dauðinn var nefndur.

Prestar kunna ekki að halda jarðafarir.

Ég er ekki að grínast eða reyna að sjokkera. Af öllum hópum á Íslandi eru prestar sennilega þeir vanhæfustu til að stjórna jarðaförum. Vandinn er að þeir eru óskaplega uppteknir af trú, ólíkt aðstandendum sem eru yfirleitt uppteknari af hinum látna. Prestar bara verða að troða trú í þennan pakka - eins og það sé ekki alveg fáránlega óviðeigandi að stunda trúboð við þetta tækifæri (en sóknarfæri eins og einn presturinn talaði um fyrir ekki svo löngu). Jafnvel þegar hinn látni hefur aldrei verið trúaður lauma prestar trúnni inn með því að blanda saman góðum verkum og trú - gefa þannig í raun í skyn að enginn geta gert góð verk án trúar (prestar virðast ekki skilja hvað sá boðskapur er viðbjóðslega fordómafullur)

Ég myndi ræða þetta við presta en þetta er væntanlega ekki það sem þeir myndu flokka sem "gagnlega gagnrýni". Þ.e.a.s. þetta er ekki gagnrýni sem hentar prestum sem fá greitt aukalega fyrir hverja jarðaför eða kirkjunni sem telur mætingu í jarðafarir sanna að kirkjan sé rosalega mikilvæg.

Jæja, meira síðar. Þetta blogg verður ekki jarðað alveg strax.

dagbók
Athugasemdir

Elisabet - 04/02/16 00:59 #

Velkominn eftir! Falleg mynd. :)

Matti - 04/02/16 16:12 #

Takk takk :)




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)