Örvitinn

Ofstækið og valdafólkið

mótmæli
Ofstækisfullt fólk mótmælir við Alþingishúsið.

„Ég held að þegar maður potar í valdamikla menn að þá reyna þeir að gefa þér ákveðinn stimpil til að afskrifa þig,“ #

Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi í beinni á Nova í dag (og vitnað í á Vísi). Andri Snær hefur rétt fyrir sér, það vita allir sem hafa prófa að synda á móti straumnum á Íslandi. Ásakanir um ofstæki og öfgar fylgja og skiptir engu máli hvort skálda þurfi öfgarnar (þvaður um að einhverjir vilja banna kristnifræðukennslu á Íslandi svo dæmi sé tekið, séu „banntrúarfólk“!).

Stundum eru valdamiklu mennirnir ekki stjórnmálamenn. Þeir eru fjölmiðlafólk, háskólafólk eða rithöfundar sem skrifa pistla og styðja Andra Snæ. Já, ég er meðal annars að dylgja um Guðmund Andra og stimplana hans, hann getur sennilega aldrei speglað sig í þessu þó hann horfi upp á þetta gerast í dag. Þetta á líka við um fjölmarga aðra sem hafa úthrópað mig (og fleiri) á sama tíma og þeir hafa sterkar skoðanir á öðrum málum, t.d. umhverfismálum.

- „Já en Matti, þið eruð samt svo mikið ofstækisfólk, ekki andmælir þú því.“ Jú, víst geri ég það. Ofstækið er skáldað vegna þess að stundum notum við orð, jafnvel dónaleg orð. Það sem við skrifuðum gegn er öfgafullt.

„Ég myndi segja að stefnan sem ég skrifaði gegn hafi verið öfgafull en að mín viðhorf hafi verið ósköp venjuleg nýsköpunarviðhorf“

Ein ástæðan fyrir því að mér líst best á Andra Snæ af þeim sem hafa boðið sig fram til forseta ― þó ég hafi ekki gert upp hug minn ― er að Andri Snær hefur tekið afstöðu og verið stimplaður ofstækismaður. Sá sem aldrei hefur fengið þann stimpil hefur sennilega ekki sagt eða gert neitt af viti.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 24/05/16 18:34 #

- En Matti, ertu ekki bara bitur og tapsár.

Jú, svo sannarlega. Og langrækinn, alveg óskaplega langrækinn.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)