Örvitinn

Secret Solstice - dagur tvö

Radiohead í Laugardalshöll
Radiohead í Laugardalshöll
Viđ förum ekki mjög oft í strćtó hjónin en gerđum ţađ í gćr ţegar viđ mćttum á annan dag Secret Solstice hátíđarinnar. Fínt ađ taka strćtó, tólfan stoppar rétt hjá Bakkaseli, vagn sautján bíđur í Mjódd og stoppar beint fyrir ofan Laugardalshöll.

Viđ röltum inn á svćđiđ og strax í fyrsta tjaldi heyrđum viđ áheyrilega tónlist. Gyđa ţurfti ţó kaffi ţannig ađ viđ sóttum bolla handa henni áđur en viđ kíktum aftur í tjaldiđ og hlustuđum á Lefty Hooks & The Right Thingz sem spiluđu virkilega skemmtilegt reggí og rapp á íslensku og ensku. Mjög óvćnt og ánćgjulegt ađ ramba á skemmtilega tónleika međ hljómsveit sem mađur ţekkir ekki og eitt af ţví sem gerir svona tónlistahátíđir svo frábćrar.

Lefty Hooks og hljómsveit
Lefty Hooks & the right tingz

Talandi um kaffiđ, Gyđa keypti fyrsta kaffibollann af tveim stelpum frá Kaffitár sem löbbuđu međ kaffivagn um svćđiđ. Ţćr höfđu fariđ á tjaldsvćđiđ og sögđu ađ útlendingarnir hefđu veriđ afskaplega ánćgđir ađ sjá ţćr ţegar ţeir skriđu frekar ţreytulegir úr tjöldunum.

Nćsta atriđi sem viđ sáum var Lily of the Valley, fjölmenn og áheyrileg hljómsveit. Minnti örlítiđ á OMAM á köflum sem er ekkert neikvćtt.

Máni Orrason var nćstur á stóra sviđinu og var mjög flottur, virkilega fín tónlist hjá honum. Ég spái ţví ađ hann verđi heimsfrćgur.

Máni Orrason
Máni Orrason
Sáum Landaboi$ örstutt í rapptjaldinu ţar sem ţeir gjörsamlega trylltu ungdóminn. Kannski ekki minn tebolli en stemmingin var svakaleg.

Vorum ekki í stuđi fyrir blús ţ.a. viđ hlustuđum ekki á Paul Brown, röltum yfir ađ Gimli og sáum Ţórunni Antontíu og Bjarna gítarleikara. Ţau mćttu ađeins og seint, héldu ađ ţau ćttu ađ byrja klukkutíma seinna. Settiđ ţeirra var afskaplega huggulegt, eins og ţau, afskaplega huggulegt fólk.

Nćst á dagskrá hjá okkur var bara rölt, kvöldmatur og rúmlega klukkutíma röđ inn í Laugardalshöll. Keyptum hamborgara frá Hamborgarafabrikunni, ţeir voru fínir. Borđuđum í röđinni og skoluđum niđur međ gin og tónik. Nćsta tjald viđ biđröđina blastađi frekar einhćfri danstónlist en tíminn var samt nokkuđ fljótur ađ líđa, alveg ţar til húsiđ var opnađ og VIP röđinni var hleypt inn á undan almenningi - ţá stóđ tíminn í stađ!

Viđ vorum nokkuđ framarlega og fljótlega varđ ansi stappađ. Fufamu mćttu tímanlega klukkan átta og renndu í gegn um settiđ sitt, hafa aldrei spilađ fyrir jafn marga. Hljómađi alveg ágćtlega hjá ţeim.

Radiohead mćttu svo á sviđ á mínútunni klukkan hálf tíu. Morgunblađiđ skrifađi ađ ţeir hefđu látiđ fólk bíđa eftir sér en ţađ er auđvitađ ţvađur, ţeir mćttu á auglýstum tíma. Spiluđu svo í tvo klukkutíma og tuttugu mínútur og voru gjörsamlega frábćrir. Voru klappađir upp tvisvar og tóku Karma police og Creep í seinna uppklappi. Ţetta var heitt, sveitt, stappađ og sturlađ. Ótrúlega góđir tónleikar.

Dálítiđ mikiđ af ösnum ađ trođa sér framfyrir, ţetta er ekki flókiđ, ef mađur mćtir ekki snemma á svona stappađa tónleika verđur mađur ađ vera aftar í salnum. Svo tók ég ađ mér ađ vera leiđinlegi gaurinn og lét einn náunga drepa í sígarettunni, laug ţegar hann spurđi hvort ég vćri í gćslunni! Einhverjir útlendingar í kring um okkur settust niđur međan ţeir biđu eftir Radiohead, ţađ er hćttulegur leikur ţegar salurinn er svona trođfullur. Og svo ég kvabbi undan öđru! Ég tók nokkrar myndir og vídeó en passađi mig alltaf á ađ vera snöggur ađ ţví og vera ekki fyrir öđrum (lyfti símanum ekki hátt á loft, hafđi hann í andlitshćđ). Ađrir gestir virtust ćtla sér ađ taka tónleikana upp í heild sinni og útlendingur fyrir framan mig var verulega pirrandi, međ símann hátt á lofti ţannig ađ fólk fyrir aftan var fariđ ađ kvarta, hćtti ekki fyrr en síminn hans varđ batterílaus. Fólk verđur ađ slaka ađeins á í upptökunum.

Ţegar viđ komumst úr höllinni var fullt af fólki fyrir utan en minna um bjórsölu, ég hefđi alveg ţegiđ einn ískaldan. Viđ röltum frá í fallegu sólarlagi, útlendingarnir fengu ţar eitthvađ fyrir peninginn, ćtluđum ađ reyna ađ ná leigubíl en ţađ vorum ekki ein um ţá hugmynd. Voru svo heppin ađ rekast á Helga, fyrrverandi vinnufélaga minn frá Trackwell, sem var ađ bíđa efir Sóley sem var líka á tónleikunum. Hann bauđ okkur far heim sem viđ ţáđum međ ţökkum.

sólsetur

Vorum vćgast sagt uppgefin ţegar viđ komum heim, alveg búin í fótunum!

Nokkrar símamyndir, myndbönd og snöpp!.

tónlist
Athugasemdirath. póstfangiđ birtist ekki á síđunni

má sleppa

(nćstum öll html tög virka, einnig er hćgt ađ nota Markdown rithátt)