Örvitinn

Tesla snobb

Tesla
Flottir bílar fyrir efnað fólk.
Mér finnst að ríkið eigi ekki að fella niður nein gjöld af lúxus-rafmagnsbílum eins og Tesla.

Ríkt fólk sem kaupir sér glæsikerrur á að borga rífleg gjöld til samfélagsins, glórulaust að við séum að niðurgreiða það hobbí. Hugsanlega tengist þetta viðhorf mitt ríkum bjánum sem setja samborgara sína í hættu við ofsaakstur á slíkum bílum, því Tesla og álíka bílar eru ekki bara farartæki, þetta eru sportbílar/leiktæki. Umhverfisvænt leiktæki er samt ennþá leiktæki.

Aftur á móti á að fella niður flest gjöld og jafnvel niðurgreiða ódýra rafmagnsbíla og reyna að fjölga þeim sem allra mest, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Gjöldin af einum Tesla ofurbíl geta vegið upp á móti niðurgreiðslum/skattaafsláttum af þremur ódýrari rafmangsbílum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 09/03/17 16:23 #

Fróðleikur úr athugasemdum á Facebook:

Það er hámark á VSK niðurfærslunni, minnir að það sé um 1 mkr þannig að menn eru alltaf að borga e-n vsk af Teslum.

Matthías Ásgeirsson Ah, 1440þ er hámarks vsk niðurfærsla. Vörugjöld falla þó alveg niður af rafmagnsbílum, óháð verði.

Matthías Ásgeirsson Sýnist t.d. vera 20% vörugjöld á mínum bíl (1.6l dísel CO2 133g/100km).

Geri ráð fyrir að vörugjöldin séu nokkuð hærri á flestum bensín/dísel bílum í sama flokki og Teslan.

En auðvitað snýst þetta bara um að ég mun seint hafa efni á að kaupa mér Teslu :)

Erlendur - 10/03/17 18:45 #

Þú mátt reyndar losa allt að 80g/100km af CO2 og samt sleppa við vörugjöldin. 80g er samt rosalega lítið magn þegar skoðar hve mikið eldsneyti það er í raun.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)