Örvitinn

Kol í hádeginu

andafitukartöflur
Syndsamlega góđar andafitukartöflur

Viđ hjónin höfđum ákveđiđ ađ fara á veitingastađinn Kol í hádeginu einhvern daginn í sumarfríi og ţar sem viđ mćtum aftur til vinnu eftir helgi var ekki seinna vćnna en ađ skella sér eftir hádegisboltann hjá mér. Mćttum klukkan hálf tvö en eldhúsiđ lokar klukkan tvö, opnar aftur um hálf sex fyrir kvöldverđargesti.

Ég fékk mér risotto í forrétt (1890kr) (Grilluđ paprika, Chorizo, tígrisrćkjur, Parmesan, sítrónu-confit, jurtir) og Gyđa súpu dagsins (1390kr) sem var maukuđ gulrótarsúpa međ engifer. Báđir réttir virkilega góđir, risottoiđ mjög fínt, chorizo og rćkjur minna dálítiđ á spćnska paellu. Fengum mjög gott kolađ súrdeigsbrauđ ásamt smjöri á borđiđ.

Viđ fengum okkur bćđi lambaskanka (3390kr) í ađalrétt og ég stóđs ekki mátiđ og pantađi aukalega andafitukartöflur (690kr). Ţetta var alveg ljómandi, skankarnir duttu af beinunum en kjötiđ samt ţétt og kartöflumús međ dill virkilega góđ međ. Kartöflurnar alveg syndsamlega góđar, ég á örugglega eftir ađ koma ţarna viđ og fá mér einn skammt af kartöflum og bjór međ!

Viđ vorum bćđi gjörsamlega pakksödd eftir ţessa máltíđ og spáđum ekki í eftirrétti. Ég var svo saddur reyndar (enda át ég kartöflurnar einn!) ađ ég sleppti kvöldmat.

Gyđa fékk sér rauđvínsglas (1590kr) en ég hélt mig viđ vatniđ. Fyrir okkur tvö kostađi ţetta 12.340kr. Ţjónustan góđ, stóđust vatnsprófiđ fullkomlega.

veitingahús
Athugasemdirath. póstfangiđ birtist ekki á síđunni

má sleppa

(nćstum öll html tög virka, einnig er hćgt ađ nota Markdown rithátt)