Örvitinn

Trúarbrögð og siðferði

rjúpur
Það er voðalega fátt afstætt við þessar rjúpur, annað en fókusinn.

Umræðan undanfarið um umskurði drengja, meðal annars á baksíðu Fréttablaðsins og í aðsendum greinum á ýmsum miðlum, er frábær afsönnun á hugmyndinni um nauðsyn trúarbragða fyrir (gott) siðferði.

Trúarbrögð þvælast bara fyrir í umræðum um siðferði, bæta engu við. Tefja og þvæla.

Engin siðferðisleg umræða hefur orðið betri þegar einhver vísar til trúarbragða. Þjóðkirkjuprestar gætu alveg komið með gagnlegt innlegg í siðferðislega umræðu, en ekki ef það byggist á vísun í almættið eða í trúarritin.

Og hefðir geta aldrei verið réttlæting á nokkru sem skiptir máli (útskýring, vissulega, ekki réttlæting). Vandinn er að prestarnir eru búnir að klína saman hugmyndafræði sinni og hefðarrökum og losna ekki úr þeirri samloku, sitja þar fastir og neyðast til að réttlæta rugl sem allt skynsamt fólk sér í gegn um. Ef það væri hægt að réttlæta umskurð drengja með því að það sé hluti af hefð fjölda fólks, má nota nákvæmlega sömu réttlætingu á ofbeldi af ýmsu tagi sem fyrir löngu er búið að setja lög gegn á Íslandi og víðar.

Ef séra Bjarni Karlsson sér (augljóslega) erlendan einstakling lemja barn í Kringlunni, þá vill hann ekki bregðast við, því við þurfum að taka samtal um mismunandi menningarhefðir.

Ég get ekki skilið hann öðruvísi.

Víða um heim giftast karlmenn barnungum stúlkum og nauðga þeim svo ítrekað, jafnvel í Bandaríkjunum sbr. umfjöllun Morgunblaðsins um helgina. Með rökum prestanna eru það fordómar í mér að gagnrýna slíkt og segja að það sé fullkomið siðleysi og glæpsamlegt, en ég geri það nú bara samt.

„Já en hvað hefði Jesús gert“
- Ég veit það ekki og mér er drullusama.

Og þetta segi ég algeralega án þess að dæma fólk fyrir að trúa.

Áður að hluta birt sem Facebook færslur.

efahyggja
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)