Fylgir óörugg rafmagnskló með Chromecast frá Elkó?
Ég var nú ekker að spá sérstaklega í þessa hluti fyrst ég nota þá ekki, en fyrir rælni sá ég að á millistykkinu stendur "TEMPORARY USE ONLY" sem ég skil þannig að þetta sé ekki hugsað fyrir langtíma notkun.
Google Chromecast er einmitt tæki sem fólk setur í samband og skilur eftir í gangi. Akkúrat öfugt við "TEMPORARY USE". Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki frekar vafsamt hjá Elkó. Finnst það líta þannig út.
1 Hér hefði ég vísað á Chromecast síðu Google ef það fyrirtæki væri búið að uppgötva Ísland! Á síðunni fær maður bara upplýsingar um að þetta sé ekki í boði hér! Ég keypti ekki Ultra útgáfuna þar sem ég er ekki með 4k sjónvarp.
Matti - 16/08/19 19:33 #
Við sáum tístið og rannsökuðum þetta í samvinnu við birgjann sem staðfestir að notkun á þessum tengjum í þessum tilgangi sé örugg. Áletrunin er lagalegs eðlis til að tryggja að þau séu ekki notuð í varanlegar raflagnir (t.d í dósir í veggjum) sem fellur þá í annan lagaflokk.