Örvitinn

Pulled pork dagur

Pulled pork borgari
Pulled pork borgari
Dagsverkið hjá mér fólst í að gera gera pulled pork. Bjó til kryddblöndu (púðursykur, paprika, hvítlauksduft, salt, pipar ofl) og makaði á kjötið. Brúnaði í steypujárnspotti, steikti svo lauk, sellerí, gulrætur og fleira í pottinum, kjötið ofan, tómatar í dós, viskýslurkur og fljótandi reykur með. Lok á pottinn og hann í ofninn í svona fimm klukkutíma.

Svissaður rauðlaukur er nauðsynlegur með pulled port að mínu mati.

rauðlaukur
Rauðlaukur við byrjun og 45 mínútum síðar. Átti þá hálftíma eftir á mjög vægum hita.
Það eru auðvitað miklir afgangar af kjötinu en það fer ekki til spillis, verður notað næstu daga.

Dálítil þrif í dag, Gyða ryksugaði og skúraði miðhæðina. Ég fór á hnén og nuddaði nokkra bletti með tusku. Ein þvottavél. Sjónvarpsgláp. Gyða fór út í göngutúr, ég hreyfði mig ekki rassgat!

Síðustu fimm daga hafa ~0.56% þeirra sem Íslensk erfðagreining hefur prófað reynst sýktur af veirunni. Það eru frekar jákvæðar fréttir og boðar vonandi gott.

Enda á stuttu myndbroti af mér að spilla DOOM 2016 á nýja tölvuskjánum.

Ég að spila DOOM 2016

dagbók matur
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)