Örvitinn

Stundin og Kjarninn; af hverju borga?

gangbraut
Sumir vilja bara ganga öfugu megin á gangbrautum!

Greiðum fyrir Kjarnann (x2) og Stundina. Höfum gert næstum frá upphafi held ég. Finn eiginlega enga góða ástæðu til að gera það samt.

Styðja frjálsa fjölmiðla eða eitthvað! Á ég að gera það? Er ríkið hvort eð er ekki að fara að sjá um það fyrir mig?

Stöð2sport og Enski boltinn það eina annað sem ég greiði fyrir innanlands.

Fletti prentuðu Stundinni oftast hratt, leiðist hörmungarklám og fréttablað Eflingar. Sorry.

Nenni varla Kjarnanum. Les stöku greinar eftir vísanir á samfélagsmiðlum, hendi tölvupóstinum ólesnum. Hef gert fáeinar athugasemdir við færslur á samfélagsmiðlum, feedback núll. Kjarninn þolir ekki lesendur sína! Nei, í alvöru - hafið þið séð Kjarnann svara athugasemdum lesenda? Þau eru yfir það hafin, líta niður á "virka í athugasemdum" sem eru allir sem tjá sig á samfélagsmiðlum.

Svarið við spurningunni er; ég veit það ekki!

Ætli ég haldi ekki áfram að styrkja þessa miðla, svona eins og ég styrki einhverja stjórnmálaflokka þó ég komi ekki nálægt starfi þeirra. Jafnvel þó óskaplega margir í þessum kreðsum fyrirlíti mig! Styrki þetta bara af einhverri skyldurækni.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Erlendur - 23/02/21 15:28 #

Ég les yfirleitt Kjarnann. En vá hvað það fer orðið í taugarnar á mann að þau breyttu síðunni þannig að maður fær nýjan glugga þegar maður smellir á hlekki

Matti - 23/02/21 17:59 #

Haha, það er rétt. Allir hlekkir út fyrir Kjarnann opnast í nýjum glugga, Ég hafði ekki tekið eftir þessu.

Matti - 23/02/21 19:59 #

En þetta er kannski eitt af því sem hefur aðeins pirrað mig við Kjarnann. Virkar á mig eins og vef-fjandsamlegur miðill sem er bara á vefnum!

Erlendur - 23/02/21 20:28 #

Reyndar sé ég að það er búið að laga það versta af þessu. Það var þannig í seinustu viku að ef maður smellti á frétt hjá þeim, þá fékk maður hana í nýjum glugga. Virðist ekki vera þannig núna




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)