Örvitinn

Bólusetningakurteisi

Útsýni af Esjunni
Útsýni af Esjunni. Kemur efninu ekkert við.
Hrikalega erum við kurteis við andstæðinga bólusetninga.

Af hverju? Hættum því.

„Ég hef rannsakað málið sjálf/ur og komist að þeirri niðurstöðu að ...“

- Haltu kjafti, þú ert fífl.

En þetta er rosalega dónalegt, gæti einhver sagt. Svarið við því er einfalt. Já, þetta er dónaskapur og oft er dónaskapur nauðsynlegur.

Skrifað eftir yfirferð á athugasemdum við frétt/umræðu um bólusetningar. Þetta fólk er sturlað!

samsæriskenningar
Athugasemdir

Laddi - 25/10/21 13:25 #

Og þegar fólk móðgast voðalega þegar það er kallað fífl er þetta fínt sem næsta útspil: https://www.youtube.com/watch?v=ceS_jkKjIgo

Stundum er dónaskapur bara fínn og eðlilegt (jafnvel eina) næsta skref í galinni umræðu.

Matti - 26/10/21 08:04 #

Hvenær breyttist þetta samt? Nú sé ég að gamall pistill eftir Dr. Gunna um að móðgast fyrir hönd annarra er kominn á hreyfingu, er á listanum yfir mest lesna efnið á Vísi, þar sem hann segir meðal annars:

Að vera móðgaður fyrir hönd annarra er misskilin góðmennska. Móðgunargirni er stór galli á húmorslausum og rétttrúnaðarsveittum nútímanum.

Og Inga Auðbjörg formaður Siðmenntar hefur þetta að segja:

Manneskja í forréttindastöðu að hlæja að fólki fyrir að móðgast ægilega yfir jaðarsetningu annarra er alveg hrikalega þreytt teik.

Laddi - 27/10/21 09:52 #

Það er góð spurning, það gerðist bara smátt og smátt síðustu tíu árin eða svo. Las einmitt þennan pistil Dr. Gunna í gær, fattaði ekki að hann væri gamall en það kannski segir manni að þetta er enn fullkomlega rétt hjá honum, hefur kannski bara versnað ef eitthvað er.

Nú er ég ekki endilega að segja að fólk eigi að gera sér far um að móðga aðra, meira að það að nota móðgun sem rök í rökræðum heldur bara ekki vatni. Já, já, fólk má alveg móðgast og hvað svo? Það sem hefur gerst undanfarið er að fólk hendir fram móðgunarspjaldinu og þarf þá ekki að svara áleitnum spurningum sem eru mögulega gildar í umræðunni. Og fyrir vikið verður umræðan enn brenglaðri en áður.

Þannig að, fólk má endilega móðgast svakalega, en svo má það bara svara gagnrýninni málefnalega, alveg sama hversu gáfuleg gagnrýnin er. Ef það er með "sannleikann" sín megin, eins og það gefur í skyn með því að móðgast, ætti það að vera létt verk... 😝




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)