Örvitinn

Tölum um íslenska nasista og viðhlæjendur þeirra

Notandinn TermLoginSite er pjúra nasisti og viðbjóður

Undanfarnar vikur hef ég eytt óþarflega miklum tíma í að drulla yfir íslenska rasista, nasista, fasista og fylgjendur þeirra á Twitter/X. Ég segi „drulla yfir“ vegna þess að ég hef engan áhuga á að rökræða við þennan hóp.

Það hefur komið mér á óvart hvað þessi hópur er stór og hvað hann skammast sín lítið. Verstu nasistarnir hafa auðvitað vit á að vera nafnlausir en í kringum þá eru gaurar sem skammast sín ekkert fyrir að hafa samneyti við sorann, finnst það jafnvel þrælfyndið.

Það gerir þessa umræðu dálítið skrítna þegar stemmingin hjá sumum er sú að sá sem bendir á nasistann sé skrítni aðilinn, ekki nasistinn. Þessi skopmynd var t.d. alveg sérstaklega vont innlegg í umræðuna enda stukku þeir til og endurbirtu í sínum þráðum.

skopmynd
Skopmynd eftir Halldór Baldursson, tekin af Vísi

Þá gelta þeir í kór nasistarnir og viðhlæjendur þeirra; „eru allir sem eru ekki sammála þér nasistar/fasistar“? Og svo ég svari því strax; nei, alls ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er, þar til fyrir nokkrum mánuðum grunaði mig ekki að það væru svona einstaklingar að tjá sig opinskátt á samfélagsmiðlum á Íslandi og að þeir ættu sér viðhlæjendur og vini sem sjá ekkert athugavert við málflutning þeirra. Ég get meira að segja rakið nokkuð nákvæmlega hvenær ég rakst á þetta lið fyrst og mun gera það í annarri færslu.

Það kaldhæðnislega við umræðuna er að sumir þeirra sem koma við sögu voru óskaplega duglegir við að saka alla sem mótmæltu fjöldamorðum á Palestínumönnum um gyðingahatur og stuðning við Hamas.

Ég ætla að taka mér góðan tíma í að blogga um þetta enda er ég augljóslega latur bloggari, skrifa nokkrar færslur og það munu eflaust líða dagar á milli. Áður en ég fjalla um nasistana sjálfa ætla ég að koma inn á tvennt; hópinn sem ég kýs að kalla frjálshyggjusamsærisnöttara og rifja upp hvernig þjóðernis-hægrið hindrar gagnrýni á íslam.

Einhverjir þeirra, eins og fígúran á fyrri myndinni, eru byrjaðir að eyða gömlum færslum. Það vill svo vel til að ég á skjáskot sem munu koma að góðum notum.

Meira síðar.

Athugasemdir

Bjarki Viðarsson - 10/01/24 13:14 #

Glæsilegur bloggari hér á ferð

Matti - 10/01/24 13:24 #

Sæll jeppakall69.

Takk fyrir hrósið þó það eigi að vera einhver hæðni. Ég hef verið mjög latur við að blogga, en þetta er þó eitt langlífasta virka bloggið á Íslandi, sem er nokkuð merkilegt.

Eitt, svo þér bregði ekki þá kemur þú við sögu í einhverjum af næstu greinum.

Ekki út af neinu sem þú hefur sagt um eða við mig síðustu daga (ég hef aldrei hlustað á podkastið þitt). Þú varst einfaldlega sjöundi á listanum, sem nú telur 40.

Bjarki Viðarsson - 10/01/24 22:36 #

Þá er það ég á meðal tug þúsunda íslendinga sem hlakka til að sjá næstu færslu! Alltaf gaman að sjá að blog.central.is menningin hafi ekki dáið öll út.

Áfram blogg og áfram þú! Þetta er lífið

Matti - 10/01/24 23:14 #

Líður þér eitthvað illa Bjarki? Þetta eru skrítnar og ansi smásálarlegar athugasemdir.

Það er ekki gott ef svo er, en mundu að það græðir enginn á því að fá útrás fyrir vanlíðan sína á öðru fólki.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)