Örvitinn

frekar rólegt

Mætti seint í ræktina í morgun. Ákvað að eyða morgninum með stelpunum mínum en það er algjört lágmark að hitta þær annan hvern dag.

Tók 30 mínútur í svona crosstrainer tæki sem er nú hálfgert dútl. Það var ekkert hlaupabretti laust þegar ég mætti, 10 mínútum síðar var helmingurinn laus en ég ákvað að klára þetta bara í dútlinu.

87.3kg eftir tímann.

Hitti Ágústu í ræktinni. Hún er komin með voðalega fína magavöðva. Ég reyndar líka, það var er bara dáldið spik utan á mínum :)

Nú er planið að halda teiti á heimili þeirra hjóna. Þurfum bara að finna lausa helgi, ég er svosem yfirleitt laus ef ég fæ smá fyrirvara.

dagbók heilsa
Athugasemdir

Regin - 01/08/02 13:10 #

Svo þú varst að þukla á minni frú í ræktinni, hrumppppffff :)

Matti Á. - 01/08/02 13:38 #

Bíddu bara þar til ég fer að koma með athugasemdir um hvað hún er með stinn læri :)

Farðu nú að skipuleggja teiti drengur.