Örvitinn

letin yfirbuguð

Ég fór í World Class eftir vinnu í gær. Var óvenju seint á ferðinni, var að koma inn í sal um sjö leitið. Staðurinn var fullur af fólki sem er alltaf dáldið pirrandi, fólk lét sig þó hverfa þegar á leið.


Æfingin var ágæt en ég þarf samt að fara að stokka aðeins upp prógramminu.

Í lok æfingar skokkaði ég í tuttugu mínútur. Letin var við það að ná tökum á mér og eftir fimm mínútna skokk var ég alvarlega að spá í að láta þetta gott heita. En ég kláraði þetta á þrjóskunni, jók hraðann og tók vel á því. Bolurinn var rennblautur og stuttbuxurnar klesstar í skorunni þegar þessu var lokið :-)

Hrikalega er samt gott að buga letina í sjálfum sér. Horfa á klukkuna og vita að maður á 15 mínútur eftir en gefast ekki upp. Korteri síðar er maður kóngurinn á svæðinu.

heilsa
Athugasemdir

Regin - 22/10/02 10:28 #

Ráðið við þessu leti elimenti er að vera í tímum. Spinning e-ð einhverju öðru. Þá verður maður bara að halda áfram út tímann ekkert um annað að ræða. Líka svona keppnis element sem fer í gang. Ég get ekki evrið sá latasti hérna inni :)

Matti Á. - 22/10/02 11:04 #

Ég veit ekki af hverju en mig langar voðalega lítið í svona tíma, hvort sem það er spinning eða eitthvað annað.

Ég fór í nokkra spinning tíma fyrir mörgum árum, þegar ég var 112 kíló og hafði nú bara nokkuð gaman að því þá. Missti meira að segja nokkur kíló þá á skömmum tíma.