Örvitinn

Aðsendar greinar í Morgunblaðinu

Þessa dagana eru ýmsir að velta því fyrir sér hver stefna Morgunblaðsins er þegar kemur að því að birta aðsendar greinar og lesendabréf.

Fyrir skömmu sendi einhver ofsatrúmaðurinn lesendabréf til Moggans þar sem hann hneykslaðist á óeðli samkynhneigðra og þeirri hneisu að þeir væru að pranga hér um borgina á gaypride. Moggin birti lesendabréfið að sjálfsögðu en baðst afsökunar daginn eftir og sagði að bréfið hefði birst fyrir mistök. Ekki veit ég af hverju þeir voru að biðjast afsökunar, þeir hafa oft áður birt sambærilegar greinar. Það er undansláttur hjá Mogganum að halda því fram að í þetta skiptið hafi verið um mistök að ræða.

Í júní var það skandallinn með geðsjúklinginn Jónínu Ben. Það er ofar mínum skilning hvernig ritstjórnar Morgunblaðsins fóru að því að réttlæta það fyrir sjálfum sér að birta greinar hennar.

Á sama tíma og trúarnöttarar og geðsjúklingar fá birtar greinar eftir sig á augabragði situr Morgunblaðið á svargrein Sigurðar Hólm vegna áramótaávarps Biskups. Nei, það gengur ekki að níðinu í Biskup sé svarað í virðulegum pappír eins og Mogganum.

Það er eitthvað skrítið að gerjast í kollinum á ritstjórum Morgunblaðsins.

Önnur skrif um moggann:

fjölmiðlar